Viðskipti innlent

Vaxandi áhugi erlendra fjárfesta þrátt fyrir hrun

Þrátt fyrir gjaldeyrishöft, pólitískan óróleika og skattahækkanir að undanförnu hefur áhugi á Íslandi sem kosti fyrir erlenda fjárfesta vaxið mikið eftir hrun, að sögn Þórðar Hilmarssonar, framkvæmdastjóra Íslandsstofu.

Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu í dag þar sem rætt er við Þórð um málið. „Við finnum fyrir auknum áhuga og fyrirspurnum úr margvíslegum atvinnugreinum. Fyrirspurnum í orkuiðnaði fjölgar jafnt og þétt auk þess sem nýr iðnaður hefur komið inn á okkar borð. Það sem er jákvætt er að það sem voru fyrirspurnir fyrir tólf til átján mánuðum er orðið að raunverulegri fjárfestingu nú,“ segir Þórður.

Þórður segir þennan aukna áhuga á minkarækt ekki aðeins vera tilkominn vegna veikrar krónu og þar með lágs framleiðslukostnaðar, heldur ekki síður því að skinn frá Íslandi hafi verið að seljast á hæsta verði á erlendum mörkuðum. „Iðnaðurinn hér á landi hefur orð á sér fyrir að vera gæðaiðnaður og ekki síst þess vegna er áhuginn að vaxa,“ segir Þórður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×