Viðskipti innlent

Yfir 700 milljóna viðsnúningur á Seltjarnarnesi

Rekstur Seltjarnarnesbæjar árið 2010 er mun betri en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun ársins. Hagnaður á samstæðu A og B hluta er 659 þús.kr. en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir tapi að fjárhæð 141 milljónir kr. Er hér um mikinn viðsnúning að ræða frá árinu 2009 þegar tap ársins vegna rekstrarsamstæðu var 728 milljónir kr.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í ársreikningi bæjarins fyrir árið 2010. Hann fór til fyrri umræðu í bæjarstjórn Seltjarnarness í gær.

Í tilkynningu segir að niðurstaða ársreiknings Seltjarnarness fyrir árið 2010 ber vott um áframhaldandi sterka fjárhagsstöðu bæjarins.  Engin langtímalán voru tekin á árinu 2010.

„Ársreikningur Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2010 sýnir áframhaldandi sterka fjárhagsstöðu. Með markvissum aðhaldsaðgerðum hefur tekist að ná betri rekstrarafkomu á árinu 2010 en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir. Rekstur stofnana Seltjarnarnesbæjar er með miklum ágætum, tekist hefur að hagræða í rekstri til að mæta lægri tekjum sem og hækkun kostnaðar,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×