NBA í nótt: Indiana vann uppgjörið gegn Miami Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. mars 2014 09:00 Tvö bestu lið austurdeildarinnar mættust í NBA-deildinni í nótt og hafði Indiana Pacers betur gegn meisturum Miami Heat, 84-83. Indiana, sem hafði tapað tveimur leikjum í röð, var mest sjö stigum undir í fjórða leikhluta en sneri svo leiknum sér í vil á lokakaflanum. Miami fékk þó tækifæri til að klára leikinn. LeBron James, sem skoraði 38 stig, klikkaði á þristi þegar lítið var eftir og Chris Bosh fékk tækifæri til að tryggja Miami sigurinn með flautukörfu en skot hans geigaði einnig. Indiana er nú eftur komið með fjögurra sigurleikja forystu á Miami á toppi austurdeildarinnar en þessi tvö lið hafa afgerandi forystu á önnur.Paul George skoraði 23 stig fyrir Indiana og Roy Hibbert 21.San Antonio er þó með bestan árangur allra liða í NBA-deildinni en liðið trónir á toppnum í vestrinum. Spurs vann í nótt sigur á Denver, 108-103.Tim Duncan var með 29 stig, þrettán fráköst og fimm stoðsendingar í leiknum en þetta var fimmtándi sigur San Antonio í röð. Það ríkir svo mikil spenna í baráttunni um síðustu sætin í úrslitakeppninni austanmegin. New York færðist enn nær Atlanta, sem er í áttunda sætinu, með sigri á Sacramento í nótt, 107-99.Carmelo Anthony skoraði 36 stig fyrir Knicks og JR Smith bætti við 29. Liðið sneri þar með blaðinu eftir slæmt tap gegn LA Lakers í fyrrinótt.Atlanta tapaði að sama skapi fyrir Minnesota, 107-83, og þar með sínum fjórða leik í röð. Paul Millsap var stigahæstur í liði Atlanta með tólf stig en Jeff Teague náði sér engan veginn á strik og klikkaði á öllum fimm skotum sínum í leiknum. Hann var þar með stigalaus í fyrsta sinn í vetur. Memphis og Phoenix unnu svo bæði leiki sína í nótt en spennan um sæti í úrslitakeppninni er líka mikil vestanmegin.Úrslit næturinnar: Charlotte - Brooklyn 116-111 Washington - Phoenix 93-99 Boston - Toronto 90-99 Detroit - Cleveland 96-97 Minnesota - Atlanta 107-83 New Orleans - LA Clippers 98-96 Indiana - Miami 84-83 San Antonio - Denver 108-103 Sacramento - New York 99-107 Utah - Memphis 87-91 NBA Mest lesið Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Sport Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Körfubolti Fleiri fréttir Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Sjá meira
Tvö bestu lið austurdeildarinnar mættust í NBA-deildinni í nótt og hafði Indiana Pacers betur gegn meisturum Miami Heat, 84-83. Indiana, sem hafði tapað tveimur leikjum í röð, var mest sjö stigum undir í fjórða leikhluta en sneri svo leiknum sér í vil á lokakaflanum. Miami fékk þó tækifæri til að klára leikinn. LeBron James, sem skoraði 38 stig, klikkaði á þristi þegar lítið var eftir og Chris Bosh fékk tækifæri til að tryggja Miami sigurinn með flautukörfu en skot hans geigaði einnig. Indiana er nú eftur komið með fjögurra sigurleikja forystu á Miami á toppi austurdeildarinnar en þessi tvö lið hafa afgerandi forystu á önnur.Paul George skoraði 23 stig fyrir Indiana og Roy Hibbert 21.San Antonio er þó með bestan árangur allra liða í NBA-deildinni en liðið trónir á toppnum í vestrinum. Spurs vann í nótt sigur á Denver, 108-103.Tim Duncan var með 29 stig, þrettán fráköst og fimm stoðsendingar í leiknum en þetta var fimmtándi sigur San Antonio í röð. Það ríkir svo mikil spenna í baráttunni um síðustu sætin í úrslitakeppninni austanmegin. New York færðist enn nær Atlanta, sem er í áttunda sætinu, með sigri á Sacramento í nótt, 107-99.Carmelo Anthony skoraði 36 stig fyrir Knicks og JR Smith bætti við 29. Liðið sneri þar með blaðinu eftir slæmt tap gegn LA Lakers í fyrrinótt.Atlanta tapaði að sama skapi fyrir Minnesota, 107-83, og þar með sínum fjórða leik í röð. Paul Millsap var stigahæstur í liði Atlanta með tólf stig en Jeff Teague náði sér engan veginn á strik og klikkaði á öllum fimm skotum sínum í leiknum. Hann var þar með stigalaus í fyrsta sinn í vetur. Memphis og Phoenix unnu svo bæði leiki sína í nótt en spennan um sæti í úrslitakeppninni er líka mikil vestanmegin.Úrslit næturinnar: Charlotte - Brooklyn 116-111 Washington - Phoenix 93-99 Boston - Toronto 90-99 Detroit - Cleveland 96-97 Minnesota - Atlanta 107-83 New Orleans - LA Clippers 98-96 Indiana - Miami 84-83 San Antonio - Denver 108-103 Sacramento - New York 99-107 Utah - Memphis 87-91
NBA Mest lesið Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Sport Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Körfubolti Fleiri fréttir Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Sjá meira