Viðskipti innlent

Actavis gefur lyf til Líbíu

Frá afhendingu lyfjanna í morgun.
Frá afhendingu lyfjanna í morgun.
Actavis Group hefur ákveðið að gefa lyf til Líbíu að andvirði tveggja milljóna evra, rúmlega 300 milljóna íslenskra króna. Í tilkynningu frá Actavis segir að gjöfin hafi verið afhent fulltrúa líbíska þjóðarráðsins á Möltu í dag. Samtals fylla lyfin um 170 vörubretti  og eru af ýmsum toga. Má þar nefna, hjartalyf, sýklalyf, verkjalyf og meltingafæralyf.

Lyfin sem Actavis sendir verða á forræði stofnunar sem sér um lyfjadreifingu í Líbíu og heyrir undir heilbrigðisyfirvöld. Dr. Mohammed Sayeh tók við lyfjunum fyrir hönd líbíska þjóðarráðsins og þakkaði við það tækifæri Actavis og stjórnvöldum á Möltu fyrir þeirra þátt.

„Það er mikil skortur er á ýmsum nauðsynjavörum í Líbíu. Actavis er meðal fjögurra stærstu samheitalyfjafyrirtækja í heimi og tekur samfélagslega ábyrgð sína alvarlega. Það er ástæðan fyrir því að Actavis ákveður núna að gefa lyf fyrir 2 milljónir evra til Líbíu. Sendingin fer frá Möltu á sunnudaginn og er væntanlega til Trípólí í næstu viku", segir Claudio Albrecht forstjóri Actavis Group.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×