Kjarabót fyrir neytendur: Óheimilt að nota IP tölur til að bjóða neytendum ólík verð á vörum innan EES Hersir Aron Ólafsson skrifar 24. ágúst 2018 20:23 Óheimilt verður að nota IP-tölur til að bjóða neytendum á netinu ólík verð á vörum eða þjónustu innan EES svæðisins samkvæmt nýrri Evrópureglugerð. Þá þurfa netverslanir að bjóða þjónustu sína á öllu svæðinu og mega ekki útiloka tiltekin ríki. Sérfræðingur segir breytingarnar geta orðið mikla kjarabót fyrir neytendur. Í reglugerðinni, sem líklega tekur gildi á Íslandi eftir áramót, er kveðið á um að seljendur vöru og þjónustu verði að versla við alla neytendur á evrópska efnahagssvæðinu. Auk þess má ekki mismuna neytendum í verðlagi út frá þjóðerni einu og sér „Þetta byrjaði þannig, þessi mál, að það kom í ljós að ef ég var að panta t.d. bílaleigubíl á Spáni frá Noregi þá nam vélin IP-töluna og bíllinn var miklu dýrari fyrir Norðmann heldur en Spánverja – á sama tíma og sama stað,“ segir Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu.Fargjöld mega ekki vera breytileg eftir þjóðerni farþega. Að sögn upplýsingafulltrúa Icelandair og WOW air er þetta raunin nú þegar.Vísir/stöð 2Þetta mun einnig gilda um flugfélög, svo dæmi séu tekin, sem verða að bjóða öllum innan EES sama verð fyrir sama fluglegg. Samkvæmt upplýsingafulltrúum Icelandair og WOW Air er þetta þegar raunin hjá þeim báðum, og fargjöld ekki breytileg eftir þjóðerni farþega. Utan þessara sjónarmiða er meginmarkmiðið að allir innan svæðisins hafi jafnt aðgengi að vörum og þjónustu. „Það eru mörg dæmi sem evrópskst samstarfsnet eftirlitsaðila hefur séð og fengið að neitað hefur verið sök yfir landamærin án þess að það séu neinar málefnalegar ástæður til þess,“ segir Tryggvi.Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu.vísir/stöð 2Þannig eru dæmi um að Íslendingar hafi ekki getað verslað við tilteknar netverslanir, efnisveitur o.s.frv., en slíkt mun brátt heyra sögunni til. Að sama skapi verður íslenskum vefverslunum ekki heimilt að selja aðeins til Íslendinga, nema ríkar málefnalegar ástæður séu til. Áfram verður þó heimilt að rukka mishá verð ef dýrara er að senda vörur milli landa eða svæða. Stofnanir á borð við Neytendastofu munu svo hafa ákvörðunarvald um hvað teljast málefnalegar ástæður. „Blómabúð sem selur á netinu á landamærum Danmerkur og Þýskalands hefur hugsanlega málefnalega ástæðu fyrir því að selja ekki alla leið til Rúmeníu eða Íslands o.s.frv. En þetta verður metið í hverju tilviki fyrir sig,“ segir Tryggvi. Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Greiðsluáskorun Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Kappahl og Newbie opna á Íslandi Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Sjá meira
Óheimilt verður að nota IP-tölur til að bjóða neytendum á netinu ólík verð á vörum eða þjónustu innan EES svæðisins samkvæmt nýrri Evrópureglugerð. Þá þurfa netverslanir að bjóða þjónustu sína á öllu svæðinu og mega ekki útiloka tiltekin ríki. Sérfræðingur segir breytingarnar geta orðið mikla kjarabót fyrir neytendur. Í reglugerðinni, sem líklega tekur gildi á Íslandi eftir áramót, er kveðið á um að seljendur vöru og þjónustu verði að versla við alla neytendur á evrópska efnahagssvæðinu. Auk þess má ekki mismuna neytendum í verðlagi út frá þjóðerni einu og sér „Þetta byrjaði þannig, þessi mál, að það kom í ljós að ef ég var að panta t.d. bílaleigubíl á Spáni frá Noregi þá nam vélin IP-töluna og bíllinn var miklu dýrari fyrir Norðmann heldur en Spánverja – á sama tíma og sama stað,“ segir Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu.Fargjöld mega ekki vera breytileg eftir þjóðerni farþega. Að sögn upplýsingafulltrúa Icelandair og WOW air er þetta raunin nú þegar.Vísir/stöð 2Þetta mun einnig gilda um flugfélög, svo dæmi séu tekin, sem verða að bjóða öllum innan EES sama verð fyrir sama fluglegg. Samkvæmt upplýsingafulltrúum Icelandair og WOW Air er þetta þegar raunin hjá þeim báðum, og fargjöld ekki breytileg eftir þjóðerni farþega. Utan þessara sjónarmiða er meginmarkmiðið að allir innan svæðisins hafi jafnt aðgengi að vörum og þjónustu. „Það eru mörg dæmi sem evrópskst samstarfsnet eftirlitsaðila hefur séð og fengið að neitað hefur verið sök yfir landamærin án þess að það séu neinar málefnalegar ástæður til þess,“ segir Tryggvi.Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu.vísir/stöð 2Þannig eru dæmi um að Íslendingar hafi ekki getað verslað við tilteknar netverslanir, efnisveitur o.s.frv., en slíkt mun brátt heyra sögunni til. Að sama skapi verður íslenskum vefverslunum ekki heimilt að selja aðeins til Íslendinga, nema ríkar málefnalegar ástæður séu til. Áfram verður þó heimilt að rukka mishá verð ef dýrara er að senda vörur milli landa eða svæða. Stofnanir á borð við Neytendastofu munu svo hafa ákvörðunarvald um hvað teljast málefnalegar ástæður. „Blómabúð sem selur á netinu á landamærum Danmerkur og Þýskalands hefur hugsanlega málefnalega ástæðu fyrir því að selja ekki alla leið til Rúmeníu eða Íslands o.s.frv. En þetta verður metið í hverju tilviki fyrir sig,“ segir Tryggvi.
Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Greiðsluáskorun Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Kappahl og Newbie opna á Íslandi Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Sjá meira