Kjarabót fyrir neytendur: Óheimilt að nota IP tölur til að bjóða neytendum ólík verð á vörum innan EES Hersir Aron Ólafsson skrifar 24. ágúst 2018 20:23 Óheimilt verður að nota IP-tölur til að bjóða neytendum á netinu ólík verð á vörum eða þjónustu innan EES svæðisins samkvæmt nýrri Evrópureglugerð. Þá þurfa netverslanir að bjóða þjónustu sína á öllu svæðinu og mega ekki útiloka tiltekin ríki. Sérfræðingur segir breytingarnar geta orðið mikla kjarabót fyrir neytendur. Í reglugerðinni, sem líklega tekur gildi á Íslandi eftir áramót, er kveðið á um að seljendur vöru og þjónustu verði að versla við alla neytendur á evrópska efnahagssvæðinu. Auk þess má ekki mismuna neytendum í verðlagi út frá þjóðerni einu og sér „Þetta byrjaði þannig, þessi mál, að það kom í ljós að ef ég var að panta t.d. bílaleigubíl á Spáni frá Noregi þá nam vélin IP-töluna og bíllinn var miklu dýrari fyrir Norðmann heldur en Spánverja – á sama tíma og sama stað,“ segir Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu.Fargjöld mega ekki vera breytileg eftir þjóðerni farþega. Að sögn upplýsingafulltrúa Icelandair og WOW air er þetta raunin nú þegar.Vísir/stöð 2Þetta mun einnig gilda um flugfélög, svo dæmi séu tekin, sem verða að bjóða öllum innan EES sama verð fyrir sama fluglegg. Samkvæmt upplýsingafulltrúum Icelandair og WOW Air er þetta þegar raunin hjá þeim báðum, og fargjöld ekki breytileg eftir þjóðerni farþega. Utan þessara sjónarmiða er meginmarkmiðið að allir innan svæðisins hafi jafnt aðgengi að vörum og þjónustu. „Það eru mörg dæmi sem evrópskst samstarfsnet eftirlitsaðila hefur séð og fengið að neitað hefur verið sök yfir landamærin án þess að það séu neinar málefnalegar ástæður til þess,“ segir Tryggvi.Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu.vísir/stöð 2Þannig eru dæmi um að Íslendingar hafi ekki getað verslað við tilteknar netverslanir, efnisveitur o.s.frv., en slíkt mun brátt heyra sögunni til. Að sama skapi verður íslenskum vefverslunum ekki heimilt að selja aðeins til Íslendinga, nema ríkar málefnalegar ástæður séu til. Áfram verður þó heimilt að rukka mishá verð ef dýrara er að senda vörur milli landa eða svæða. Stofnanir á borð við Neytendastofu munu svo hafa ákvörðunarvald um hvað teljast málefnalegar ástæður. „Blómabúð sem selur á netinu á landamærum Danmerkur og Þýskalands hefur hugsanlega málefnalega ástæðu fyrir því að selja ekki alla leið til Rúmeníu eða Íslands o.s.frv. En þetta verður metið í hverju tilviki fyrir sig,“ segir Tryggvi. Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Hætta með spilakassa á Ölveri Vara við „Lafufu“ Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Sjá meira
Óheimilt verður að nota IP-tölur til að bjóða neytendum á netinu ólík verð á vörum eða þjónustu innan EES svæðisins samkvæmt nýrri Evrópureglugerð. Þá þurfa netverslanir að bjóða þjónustu sína á öllu svæðinu og mega ekki útiloka tiltekin ríki. Sérfræðingur segir breytingarnar geta orðið mikla kjarabót fyrir neytendur. Í reglugerðinni, sem líklega tekur gildi á Íslandi eftir áramót, er kveðið á um að seljendur vöru og þjónustu verði að versla við alla neytendur á evrópska efnahagssvæðinu. Auk þess má ekki mismuna neytendum í verðlagi út frá þjóðerni einu og sér „Þetta byrjaði þannig, þessi mál, að það kom í ljós að ef ég var að panta t.d. bílaleigubíl á Spáni frá Noregi þá nam vélin IP-töluna og bíllinn var miklu dýrari fyrir Norðmann heldur en Spánverja – á sama tíma og sama stað,“ segir Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu.Fargjöld mega ekki vera breytileg eftir þjóðerni farþega. Að sögn upplýsingafulltrúa Icelandair og WOW air er þetta raunin nú þegar.Vísir/stöð 2Þetta mun einnig gilda um flugfélög, svo dæmi séu tekin, sem verða að bjóða öllum innan EES sama verð fyrir sama fluglegg. Samkvæmt upplýsingafulltrúum Icelandair og WOW Air er þetta þegar raunin hjá þeim báðum, og fargjöld ekki breytileg eftir þjóðerni farþega. Utan þessara sjónarmiða er meginmarkmiðið að allir innan svæðisins hafi jafnt aðgengi að vörum og þjónustu. „Það eru mörg dæmi sem evrópskst samstarfsnet eftirlitsaðila hefur séð og fengið að neitað hefur verið sök yfir landamærin án þess að það séu neinar málefnalegar ástæður til þess,“ segir Tryggvi.Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu.vísir/stöð 2Þannig eru dæmi um að Íslendingar hafi ekki getað verslað við tilteknar netverslanir, efnisveitur o.s.frv., en slíkt mun brátt heyra sögunni til. Að sama skapi verður íslenskum vefverslunum ekki heimilt að selja aðeins til Íslendinga, nema ríkar málefnalegar ástæður séu til. Áfram verður þó heimilt að rukka mishá verð ef dýrara er að senda vörur milli landa eða svæða. Stofnanir á borð við Neytendastofu munu svo hafa ákvörðunarvald um hvað teljast málefnalegar ástæður. „Blómabúð sem selur á netinu á landamærum Danmerkur og Þýskalands hefur hugsanlega málefnalega ástæðu fyrir því að selja ekki alla leið til Rúmeníu eða Íslands o.s.frv. En þetta verður metið í hverju tilviki fyrir sig,“ segir Tryggvi.
Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Hætta með spilakassa á Ölveri Vara við „Lafufu“ Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent