Kjarabót fyrir neytendur: Óheimilt að nota IP tölur til að bjóða neytendum ólík verð á vörum innan EES Hersir Aron Ólafsson skrifar 24. ágúst 2018 20:23 Óheimilt verður að nota IP-tölur til að bjóða neytendum á netinu ólík verð á vörum eða þjónustu innan EES svæðisins samkvæmt nýrri Evrópureglugerð. Þá þurfa netverslanir að bjóða þjónustu sína á öllu svæðinu og mega ekki útiloka tiltekin ríki. Sérfræðingur segir breytingarnar geta orðið mikla kjarabót fyrir neytendur. Í reglugerðinni, sem líklega tekur gildi á Íslandi eftir áramót, er kveðið á um að seljendur vöru og þjónustu verði að versla við alla neytendur á evrópska efnahagssvæðinu. Auk þess má ekki mismuna neytendum í verðlagi út frá þjóðerni einu og sér „Þetta byrjaði þannig, þessi mál, að það kom í ljós að ef ég var að panta t.d. bílaleigubíl á Spáni frá Noregi þá nam vélin IP-töluna og bíllinn var miklu dýrari fyrir Norðmann heldur en Spánverja – á sama tíma og sama stað,“ segir Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu.Fargjöld mega ekki vera breytileg eftir þjóðerni farþega. Að sögn upplýsingafulltrúa Icelandair og WOW air er þetta raunin nú þegar.Vísir/stöð 2Þetta mun einnig gilda um flugfélög, svo dæmi séu tekin, sem verða að bjóða öllum innan EES sama verð fyrir sama fluglegg. Samkvæmt upplýsingafulltrúum Icelandair og WOW Air er þetta þegar raunin hjá þeim báðum, og fargjöld ekki breytileg eftir þjóðerni farþega. Utan þessara sjónarmiða er meginmarkmiðið að allir innan svæðisins hafi jafnt aðgengi að vörum og þjónustu. „Það eru mörg dæmi sem evrópskst samstarfsnet eftirlitsaðila hefur séð og fengið að neitað hefur verið sök yfir landamærin án þess að það séu neinar málefnalegar ástæður til þess,“ segir Tryggvi.Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu.vísir/stöð 2Þannig eru dæmi um að Íslendingar hafi ekki getað verslað við tilteknar netverslanir, efnisveitur o.s.frv., en slíkt mun brátt heyra sögunni til. Að sama skapi verður íslenskum vefverslunum ekki heimilt að selja aðeins til Íslendinga, nema ríkar málefnalegar ástæður séu til. Áfram verður þó heimilt að rukka mishá verð ef dýrara er að senda vörur milli landa eða svæða. Stofnanir á borð við Neytendastofu munu svo hafa ákvörðunarvald um hvað teljast málefnalegar ástæður. „Blómabúð sem selur á netinu á landamærum Danmerkur og Þýskalands hefur hugsanlega málefnalega ástæðu fyrir því að selja ekki alla leið til Rúmeníu eða Íslands o.s.frv. En þetta verður metið í hverju tilviki fyrir sig,“ segir Tryggvi. Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Sjá meira
Óheimilt verður að nota IP-tölur til að bjóða neytendum á netinu ólík verð á vörum eða þjónustu innan EES svæðisins samkvæmt nýrri Evrópureglugerð. Þá þurfa netverslanir að bjóða þjónustu sína á öllu svæðinu og mega ekki útiloka tiltekin ríki. Sérfræðingur segir breytingarnar geta orðið mikla kjarabót fyrir neytendur. Í reglugerðinni, sem líklega tekur gildi á Íslandi eftir áramót, er kveðið á um að seljendur vöru og þjónustu verði að versla við alla neytendur á evrópska efnahagssvæðinu. Auk þess má ekki mismuna neytendum í verðlagi út frá þjóðerni einu og sér „Þetta byrjaði þannig, þessi mál, að það kom í ljós að ef ég var að panta t.d. bílaleigubíl á Spáni frá Noregi þá nam vélin IP-töluna og bíllinn var miklu dýrari fyrir Norðmann heldur en Spánverja – á sama tíma og sama stað,“ segir Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu.Fargjöld mega ekki vera breytileg eftir þjóðerni farþega. Að sögn upplýsingafulltrúa Icelandair og WOW air er þetta raunin nú þegar.Vísir/stöð 2Þetta mun einnig gilda um flugfélög, svo dæmi séu tekin, sem verða að bjóða öllum innan EES sama verð fyrir sama fluglegg. Samkvæmt upplýsingafulltrúum Icelandair og WOW Air er þetta þegar raunin hjá þeim báðum, og fargjöld ekki breytileg eftir þjóðerni farþega. Utan þessara sjónarmiða er meginmarkmiðið að allir innan svæðisins hafi jafnt aðgengi að vörum og þjónustu. „Það eru mörg dæmi sem evrópskst samstarfsnet eftirlitsaðila hefur séð og fengið að neitað hefur verið sök yfir landamærin án þess að það séu neinar málefnalegar ástæður til þess,“ segir Tryggvi.Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu.vísir/stöð 2Þannig eru dæmi um að Íslendingar hafi ekki getað verslað við tilteknar netverslanir, efnisveitur o.s.frv., en slíkt mun brátt heyra sögunni til. Að sama skapi verður íslenskum vefverslunum ekki heimilt að selja aðeins til Íslendinga, nema ríkar málefnalegar ástæður séu til. Áfram verður þó heimilt að rukka mishá verð ef dýrara er að senda vörur milli landa eða svæða. Stofnanir á borð við Neytendastofu munu svo hafa ákvörðunarvald um hvað teljast málefnalegar ástæður. „Blómabúð sem selur á netinu á landamærum Danmerkur og Þýskalands hefur hugsanlega málefnalega ástæðu fyrir því að selja ekki alla leið til Rúmeníu eða Íslands o.s.frv. En þetta verður metið í hverju tilviki fyrir sig,“ segir Tryggvi.
Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Sjá meira