Viðskipti innlent

Hóta að setja Ísland í ruslflokk

Jóhannes Stefánsson skrifar
Lánshæfisfyrirtækið varar við skuldaniðurfellingunni.
Lánshæfisfyrirtækið varar við skuldaniðurfellingunni.
Matsfyrirtækið Standard & Poor's varar við því að lánshæfismat Íslands verði fært í ruslflokk standi ríkisstjórnin við loforð sín um skuldaniðurfellingar. Lánshæfismatið er nú BBB-/A-3.

Í nýútgefinni rannsóknarskýrslu frá matsfyrirtækinu segir að „það er okkar mat að fyrirhugaðar skuldaniðurfellingar húsnæðislána valdi alvarlegri fjárhagslegri áhættu." Þess vegna hefur horfum á lánshæfismatseinkunn Íslands nú verið breytt úr stöðugum í neikvæðar.

Félagið segir að mikil tækifæri standi íslensku efnahagslífi til boða, en að gríðarlegar skuldir ríkissjóðs dragi lánshæfismatið niður og takmarki þessa möguleika.

Þá spáir félagið 2 prósent hagvexti hér á landi á árinum 2013 til 2016 sem verður studdur að meginstefnu til af sjávarútvegi og ferðamennsku.

Að auki er bent á í skýrslunni að eftirlit með fjármálastarfsemi sé sérlega lauslegt hér á landi sem hafi tilhneigingu til að valda meiri hagsveiflum en ella.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×