Viðskipti innlent

Öpp 365 miðla sótt 75.000 sinnum

Þorgils Jónsson skrifar
Notendur snjallsíma og spjaldtölva hafa tekið öppunum fyrir miðla 365 fagnandi og hafa sótt þau alls 75.000 sinnum.
Notendur snjallsíma og spjaldtölva hafa tekið öppunum fyrir miðla 365 fagnandi og hafa sótt þau alls 75.000 sinnum.
Smáforritum, svokölluðum öppum, frá 365 miðlum eða þeim tengd, hefur verið hlaðið niður um 75.000 sinnum síðan þeim var hleypt af stokkunum fyrir snjallsíma og spjaldtölvur fyrr á árinu.

Um er að ræða Útvapp Bylgjunnar, sem hefur verið sótt 41.000 sinnum á veitur fyrir Apple- og Android-tæki, Fréttablaðs-appið sem hefur verið sótt 23.000 sinnum, og OZ-appið, sem miðlar meðal annars sjónvarpsstöðvum 365, hefur verið sótt 11.000 sinnum.

Þá hefur vikulegum notendum Vísis fjölgað um 20.000 frá sama tíma á síðasta ári.

Í Útvappinu má hlusta á útsendingu sjö útvarpsrása 365 miðla, spila eldra efni úr safni og eiga samskipti við þáttastjórnendur og margt fleira.

Í Fréttablaðsappinu má lesa blöð dagsins og fletta upp í eldri tölublöðum.

Með OZ-appinu má horfa á sjónvarpsútsendingar á öllum rásum 365 og meðal annars safna þáttum og kvikmyndum til að horfa á þegar hentar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×