Ross Beaty forstjóri Magma Energy hefur tvöfaldað lánalínu sína til félagsins og nemur hún nú 20 milljónum kanadadollara eða um 2,3 milljörðum króna.
Þetta kemur fram í frétt á Reuters en þar segir að jafnframt hafi líftími lánalínunnar verið lengdur upp í tvö ár.
Dótturfélag Magma í Svíþjóð gekk nýlega frá lokagreiðslunni fyrir kaupunum á rúmlega 98% hlut í HS Orku og fékk til þess skammtímalán upp á 27 milljónir bandaríkjadollara.
Fram kemur í frétt Reuters að hlutir í Magma Energy hafi hækkað um 18% í kauphöllinni í Toronto síðan í júlí en þá veitti Beaty félaginu lánalínu upp á 10 milljónir kanadadollara.