Handbolti

Ísland-Rússland | Lágvaxnasta liðið á EM mætir því hávaxnasta

Óskar Ófeigur Jónsson í Vrsac skrifar
Karen Knútsdóttir.
Karen Knútsdóttir. Mynd/Stefán
Íslenska kvennalandsliðið mætir Rússlandi í kvöld í úrslitaleik um sæti í milliriðli á EM kvenna í handbolta í Serbíu en íslensku stelpurnar verða að vinna leikinn til þess að slá Rússana út. Það er óhætt að segja að íslenska liðið ráðist ekki á garðinn þar sem hann er lægstur.

Í þessum leik mætast nefnilega hávaxnasta og lágvaxnasta liðið á Evrópumótinu. Meðalhæð íslenska hópsins er 174 sentímetrar en rússneski hópurinn státar af meðalhæð upp á 179 sentímetra.

Rússar eru með átta leikmenn sem eru 183 sm eða hærri og sú hæsta er vinstri skyttan Victoria Zhilinskaite sem er 188 sm á hæð. Sú lágvaxnasta í rússneska liðinu er hægri hornamaðurinn Marina Yartseva sem er aðeins 156 sm. Aðeins einn annar leikmaður er minni en 175 sm í rússneska liðinu.

Fjórar stelpur í íslenska liðinu eru yfir 180 sentimetra á hæð og sjö þeirra ná ekki 175 sentímetrum. Ramune Pekarskyte er sú hávaxnasta en hún er 185 sentímetrar á hæð eða einum sentímetri hærri en Arna Sif Pálsdóttir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×