Handbolti

HM 2011: Myndband með tilþrifum norska liðsins og fögnuði Þóris

Þórir Hergeirsson fagnaði heimsmeistaratitli með norska landsliðinu í Brasilíu í kvöld þar sem Noregur hafði betur 32-24 í úrslitaleiknum gegn Frakklandi. Þetta er þriðja stórmótið sem Þórir landar verðlaunum sem aðalþjálfari norska liðsins, bronsverðlaun á HM 2009, gullverðlaun á EM 2010 og gullverðlaun á HM 2011. Stöð 2 sport sýndi frá keppninni í Brasilíu og í myndbrotinu má sjá brot af tilþrifum norska liðsins og fögnuði íslenska þjálfarans sem er frá Selfossi.

Þetta er annar HM titill Noregs frá upphafi en sá fyrsti kom árið 1999 þegar keppnin fór fram í Noregi. Þar voru Frakkar mótherjarnir og úrslitin réðust eftir fjórar framlengingar.

Noregur er nú handhafi allra stóru titlana sem eru í boði í kvennahandboltanum. Liðið hefur titil að verja á Ólympíuleikunum í London árið 2012 en Noregur varð ÓL meistari árið 2008 í Peking þar sem Þórir var aðstoðarþjálfari hjá Marit Breivik. Noregur er Evrópumeistari og hrifsaði heimsmeistaratitilinn til sín í Brasilíu.


Tengdar fréttir

HM 2011: Spánn nældi í bronsið

Spánn tryggði sér bronsið á HM kvenna í Brasilíu í dag með sannfærandi sex marka sigri, 24-18, á Dönum. Jafnt var í leikhléi, 9-9.

HM 2011: Þórir og norsku stúlkurnar heimsmeistarar

Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson stýrði norska kvennalandsliðinu til sigurs á HM í Brasilíu í kvöld. Noregur vann Frakkland í úrslitaleiknum, 32-24. Frábær árangur hjá Þóri og norska liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×