Nafnið hefur valdið hugarangri Óli Kristján Ármannsson skrifar 17. nóvember 2010 06:00 Viskí í glasi, en heldur óvarlega farið. Í glasi með Óla Kristjáni: Islay heitir eyja við vesturströnd Skotlands sem pistlahöfundur vonast til að geta heimsótt einhvern tímann á lífsleiðinni. Frá þessari litlu eyju kemur nefnilega obbinn af þeim guðaveigum sem líklegastar eru til að gleðja í honum bragðlaukana. Sér í lagi er tilhlökkunarefni að sækja heim brugghús maltvískiframleiðandans sem valdið hefur ófáum viskíunnendum um heim allan hugarangri af því þeir vita ekki hvernig bera á fram nafn veiganna. Laphroaig! Áherslan í nafninu er hins vegar á ph-ið sem borið er fram sem eff, nokkurn veginn svo: laFrojg! Og getur þá hver sem er pantað án þess að verða sér til skammar. Þakka má þennan fróðleiksmola skoska rithöfundinum Iain Banks sem var svo viðkunnanlegur að láta framburðarleiðarvísi í bók sína Raw Spirit: In Search of the Perfect Dram, en hún fjallar um ferðalag hans um Skotland í leit að besta sopanum. Drykkurinn viskí er hins vegar ekki allra. Sumir hafa líkt fyrstu smökkun við að drekka uppþvottalög. Þeir sem harkað hafa af sér hafa hins vegar uppgötvað hafsjó upplifunar, þar sem leikið er við bragðlaukana. Laphroaig er svo viskí sem ekki einu sinni allir viskíunnendur geta fellt sig við. „Reykur á flösku“ segja sumir og trúlega er sú lýsing ekki fjarri lagi. Móreykur er áberandi í bragði viskísins. En þá á eftir að bæta við tjörguðum og sjóreknum kaðli, brenndri karamellu, hóstasaft, joði og fleiri litbrigðum bragðsins sem alls ekki ættu að vekja manni löngun í að fá sér annan sopa, en renna í þessum veigum saman í harmóníu sem gengur stórkostlega upp. Drykkurinn gengur niður eins og hann á að gera. 10 ára Laphroaig er einhver kraftmesti og mest gefandi sopi sem Skotland hefur alið í formi maltviskís. Ráðlegt er að fara að því þjóðráði sem gefið er á heimasíðu framleiðandans (www.laphroaig.com) að skella örfáum dropum af vatni út í glasið, með því fer mesti broddurinn úr spíranum og hægt að gleyma sér dágóða stund eftir einn sopa í því ferðalagi sem bragðlaukunum er boðið upp á. Svo er bara að feta sig upp aldursstigann (viskí eru því eldri eftir því sem þau fá að bíða lengur á tunnum þar til þeim er tappað á flöskur) og upplifa breytinguna. Einhvern tímann væri gaman að bragða Laphroaig 30 ára gamalt, en þá segja kunnugir það nálgast fullkomnun. Það bíður hins vegar betri tíma. Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Í glasi með Óla Kristjáni: Islay heitir eyja við vesturströnd Skotlands sem pistlahöfundur vonast til að geta heimsótt einhvern tímann á lífsleiðinni. Frá þessari litlu eyju kemur nefnilega obbinn af þeim guðaveigum sem líklegastar eru til að gleðja í honum bragðlaukana. Sér í lagi er tilhlökkunarefni að sækja heim brugghús maltvískiframleiðandans sem valdið hefur ófáum viskíunnendum um heim allan hugarangri af því þeir vita ekki hvernig bera á fram nafn veiganna. Laphroaig! Áherslan í nafninu er hins vegar á ph-ið sem borið er fram sem eff, nokkurn veginn svo: laFrojg! Og getur þá hver sem er pantað án þess að verða sér til skammar. Þakka má þennan fróðleiksmola skoska rithöfundinum Iain Banks sem var svo viðkunnanlegur að láta framburðarleiðarvísi í bók sína Raw Spirit: In Search of the Perfect Dram, en hún fjallar um ferðalag hans um Skotland í leit að besta sopanum. Drykkurinn viskí er hins vegar ekki allra. Sumir hafa líkt fyrstu smökkun við að drekka uppþvottalög. Þeir sem harkað hafa af sér hafa hins vegar uppgötvað hafsjó upplifunar, þar sem leikið er við bragðlaukana. Laphroaig er svo viskí sem ekki einu sinni allir viskíunnendur geta fellt sig við. „Reykur á flösku“ segja sumir og trúlega er sú lýsing ekki fjarri lagi. Móreykur er áberandi í bragði viskísins. En þá á eftir að bæta við tjörguðum og sjóreknum kaðli, brenndri karamellu, hóstasaft, joði og fleiri litbrigðum bragðsins sem alls ekki ættu að vekja manni löngun í að fá sér annan sopa, en renna í þessum veigum saman í harmóníu sem gengur stórkostlega upp. Drykkurinn gengur niður eins og hann á að gera. 10 ára Laphroaig er einhver kraftmesti og mest gefandi sopi sem Skotland hefur alið í formi maltviskís. Ráðlegt er að fara að því þjóðráði sem gefið er á heimasíðu framleiðandans (www.laphroaig.com) að skella örfáum dropum af vatni út í glasið, með því fer mesti broddurinn úr spíranum og hægt að gleyma sér dágóða stund eftir einn sopa í því ferðalagi sem bragðlaukunum er boðið upp á. Svo er bara að feta sig upp aldursstigann (viskí eru því eldri eftir því sem þau fá að bíða lengur á tunnum þar til þeim er tappað á flöskur) og upplifa breytinguna. Einhvern tímann væri gaman að bragða Laphroaig 30 ára gamalt, en þá segja kunnugir það nálgast fullkomnun. Það bíður hins vegar betri tíma.
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira