Handbolti

Ingimundur æfði með Minden

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ingimundur Ingimundarson, leikmaður Elverum.
Ingimundur Ingimundarson, leikmaður Elverum.

Ingimundur Ingimundarson æfði nú fyrr í vikunni með þýska úrvalsdeildarliðinu Minden en tveggja ára samningur liggur á borðinu.

Ingimundur varð í vor norskur meistari með Elverum en hann hefur einnig átt sæti í íslenska landsliðinu undanfarið.

„Hann er sterkur varnaramaður og öflug skytta," sagði Horst Bredemeier, þjálfari Minden.

Gylfi Gylfason gekk nýverið til liðs við félagið en Einar Örn Jónsson lék með liðinu í vetur en hætti hjá félaginu í vor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×