Enn mikil óvissa um öxlina hans Alexanders Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Berlín skrifar 16. febrúar 2012 08:00 Alexander Petersson hefur ekkert spilað með Füchse Berlin síðan á Evrópumótinu í Serbíu í janúar. Mynd/E.Stefán Það verður mikið um að vera á árinu 2012 hjá Alexander Peterssyni. Lið hans, Füchse Berlin, er í öðru sæti þýsku úrvalsdeildarinnar og á fullu í Meistaradeildinni. Í sumar gengur hann svo til liðs við Rhein-Neckar Löwen eins og legið hefur fyrir. Þá er Ólympíuár og Ísland á fína möguleika á að komast til Lundúna. En það sem Alexander er fyrst og fremst að hugsa um þessa dagana er að ná sér góðum af axlarmeiðslum sem hafa plagað hann í nokkurn tíma og ógna nú bæði tímabilinu í Þýskalandi og þátttöku hans í verkefnum landsliðsins. Læknarnir ekki allir sammálaMynd/Nordic Photos/BongartsFréttablaðið hitti á Alexander á kaffihúsi í Berlín í gær, fyrir leik sinna manna gegn Magdeburg í þýsku úrvalsdeildinni. Alexander tók ekki þátt í leiknum en hann hefur ekkert spilað síðan Ísland mætti Slóveníu á EM í Serbíu. „Það veit enginn hvað þetta þarf langan tíma til að jafna sig," segir Alexander sem er með sýkingu í sinum auk þess sem bein í öxlinni er óeðlilega vaxið. „Ég hef farið til nokkurra lækna sem segja sumir að best væri að laga beinið með aðgerð en aðrir vilja gefa öxlinni tíma til að jafna sig. Læknarnir í Füchse Berlin vilja sleppa við aðgerð en þótt ég myndi fara í hana væri ekki 100 prósent öruggt að það myndi leysa vandann." Aðgerð myndi þýða að Alexander myndi ekki spila meira á tímabilinu. En það er meira í húfi – til að mynda umspilið fyrir Ólympíuleikana og jafnvel leikarnir sjálfir ef landsliðið kemst þangað. „Ég er orðinn betri en ég var í Serbíu og ég finn ekki fyrir öxlinni í daglegum verkum. En það er í raun ómögulegt að segja hvenær ég get kastað bolta á ný. Ég reyndi það í síðustu viku en það gekk ekki vel." Reynir líka óhefðbundnar læknisaðferðirMynd/AFPNýbúið er að senda röntgenmyndir af öxlinni bæði til lækna Flensburg, hans gamla félags, sem og Rhein-Neckar Löwen. Það er því verið að vinna í lausn vandans á mörgum vígstöðvum. Á meðan gengur Alexander til sjúkraþjálfara auk þess sem hann hefur einnig leitað til hómópata sem hefur reynst honum og öðrum íslenskum íþróttamönnum vel. Alexander er til í að reyna allt, með tilheyrandi remedíum og rafmagnsskautum. „Fyrir nokkrum árum var ég í vandræðum með öxlina og hómópatinn komst að því að ég væri með skemmdan endajaxl. Þegar það var lagað þá lagaðist öxlin," segir hann og brosir. „Hann hefur reynst nokkrum íslenskum íþróttamönnum vel og hefur gott orð á sér." Romero er brandarakallMynd/AFPÞegar talið berst að sjálfum handboltanum segir Alexander að gengi Füchse Berlin sé merkilega gott miðað við styrk leikmannahópsins. Það eru til dæmis engar stórstjörnur í liðinu. „En það er kannski okkar besti kostur. Dagur [Sigurðsson þjálfari] hefur náð að setja saman mjög góðan hóp. Við erum með mjög góða leikmenn í öllum stöðum en samt fer enginn í fýlu af því að hann fær ekki að spila þann daginn." Hann segir liðsheildina góða og stemninguna líka. Gott dæmi sé hvernig spænski leikstjórnandinn Iker Romero, sem Dagur fékk til liðsins í fyrra, hefur komið inn í liðið. „Mörgum þótti skrýtið að Dagur skuli hafa fengið hann því hann hefur verið mikið meiddur. Hann hefur samt komið inn í leiki og reynst okkur vel. Þess fyrir utan er hann afar skemmtilegur og þó svo að hann tali í raun litla þýsku eða ensku kemur hann öllum til að hlæja með lélegum fimmaurabröndurum með sínu hrognamáli. Hann leggur því sitt af mörkum þar líka." Spennandi tímar hjá LöwenMynd/DienerÍ sumar gengur Alexander svo til liðs við Rhein-Neckar Löwen og er spenntur fyrir því verkefni. Hann lýsti því í viðtali við Fréttablaðið fyrir áramót að honum hugnaðist illa að flytja fjölskylduna alla á milli landshorna í Þýskalandi á meðan það væri nokkur óvissa í kringum Löwen og framtíð félagsins. Síðustu daga og vikur hafa þó fregnir borist úr herbúðum Löwen sem Alexander líst vel á. „Það eru nokkrir leikmenn að fara frá félaginu og aðrir mjög sterkir að koma inn. Ég er spenntur fyrir því að skipta yfir í sumar. Þó svo að félagið ætli sér stóra hluti og leikmenn ætla sér að ná langt er samt búið að stilla væntingum í hóf. Ég tel afar spennandi verkefni í gangi hjá félaginu." Mest lesið Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Enski boltinn Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Enski boltinn Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Íslenski boltinn Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Fótbolti Fleiri fréttir Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sjá meira
Það verður mikið um að vera á árinu 2012 hjá Alexander Peterssyni. Lið hans, Füchse Berlin, er í öðru sæti þýsku úrvalsdeildarinnar og á fullu í Meistaradeildinni. Í sumar gengur hann svo til liðs við Rhein-Neckar Löwen eins og legið hefur fyrir. Þá er Ólympíuár og Ísland á fína möguleika á að komast til Lundúna. En það sem Alexander er fyrst og fremst að hugsa um þessa dagana er að ná sér góðum af axlarmeiðslum sem hafa plagað hann í nokkurn tíma og ógna nú bæði tímabilinu í Þýskalandi og þátttöku hans í verkefnum landsliðsins. Læknarnir ekki allir sammálaMynd/Nordic Photos/BongartsFréttablaðið hitti á Alexander á kaffihúsi í Berlín í gær, fyrir leik sinna manna gegn Magdeburg í þýsku úrvalsdeildinni. Alexander tók ekki þátt í leiknum en hann hefur ekkert spilað síðan Ísland mætti Slóveníu á EM í Serbíu. „Það veit enginn hvað þetta þarf langan tíma til að jafna sig," segir Alexander sem er með sýkingu í sinum auk þess sem bein í öxlinni er óeðlilega vaxið. „Ég hef farið til nokkurra lækna sem segja sumir að best væri að laga beinið með aðgerð en aðrir vilja gefa öxlinni tíma til að jafna sig. Læknarnir í Füchse Berlin vilja sleppa við aðgerð en þótt ég myndi fara í hana væri ekki 100 prósent öruggt að það myndi leysa vandann." Aðgerð myndi þýða að Alexander myndi ekki spila meira á tímabilinu. En það er meira í húfi – til að mynda umspilið fyrir Ólympíuleikana og jafnvel leikarnir sjálfir ef landsliðið kemst þangað. „Ég er orðinn betri en ég var í Serbíu og ég finn ekki fyrir öxlinni í daglegum verkum. En það er í raun ómögulegt að segja hvenær ég get kastað bolta á ný. Ég reyndi það í síðustu viku en það gekk ekki vel." Reynir líka óhefðbundnar læknisaðferðirMynd/AFPNýbúið er að senda röntgenmyndir af öxlinni bæði til lækna Flensburg, hans gamla félags, sem og Rhein-Neckar Löwen. Það er því verið að vinna í lausn vandans á mörgum vígstöðvum. Á meðan gengur Alexander til sjúkraþjálfara auk þess sem hann hefur einnig leitað til hómópata sem hefur reynst honum og öðrum íslenskum íþróttamönnum vel. Alexander er til í að reyna allt, með tilheyrandi remedíum og rafmagnsskautum. „Fyrir nokkrum árum var ég í vandræðum með öxlina og hómópatinn komst að því að ég væri með skemmdan endajaxl. Þegar það var lagað þá lagaðist öxlin," segir hann og brosir. „Hann hefur reynst nokkrum íslenskum íþróttamönnum vel og hefur gott orð á sér." Romero er brandarakallMynd/AFPÞegar talið berst að sjálfum handboltanum segir Alexander að gengi Füchse Berlin sé merkilega gott miðað við styrk leikmannahópsins. Það eru til dæmis engar stórstjörnur í liðinu. „En það er kannski okkar besti kostur. Dagur [Sigurðsson þjálfari] hefur náð að setja saman mjög góðan hóp. Við erum með mjög góða leikmenn í öllum stöðum en samt fer enginn í fýlu af því að hann fær ekki að spila þann daginn." Hann segir liðsheildina góða og stemninguna líka. Gott dæmi sé hvernig spænski leikstjórnandinn Iker Romero, sem Dagur fékk til liðsins í fyrra, hefur komið inn í liðið. „Mörgum þótti skrýtið að Dagur skuli hafa fengið hann því hann hefur verið mikið meiddur. Hann hefur samt komið inn í leiki og reynst okkur vel. Þess fyrir utan er hann afar skemmtilegur og þó svo að hann tali í raun litla þýsku eða ensku kemur hann öllum til að hlæja með lélegum fimmaurabröndurum með sínu hrognamáli. Hann leggur því sitt af mörkum þar líka." Spennandi tímar hjá LöwenMynd/DienerÍ sumar gengur Alexander svo til liðs við Rhein-Neckar Löwen og er spenntur fyrir því verkefni. Hann lýsti því í viðtali við Fréttablaðið fyrir áramót að honum hugnaðist illa að flytja fjölskylduna alla á milli landshorna í Þýskalandi á meðan það væri nokkur óvissa í kringum Löwen og framtíð félagsins. Síðustu daga og vikur hafa þó fregnir borist úr herbúðum Löwen sem Alexander líst vel á. „Það eru nokkrir leikmenn að fara frá félaginu og aðrir mjög sterkir að koma inn. Ég er spenntur fyrir því að skipta yfir í sumar. Þó svo að félagið ætli sér stóra hluti og leikmenn ætla sér að ná langt er samt búið að stilla væntingum í hóf. Ég tel afar spennandi verkefni í gangi hjá félaginu."
Mest lesið Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Enski boltinn Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Enski boltinn Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Íslenski boltinn Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Fótbolti Fleiri fréttir Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sjá meira