Viðskipti innlent

Walker hyggst kaupa Iceland - kaupverðið sagt vera 300 milljarðar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Slitastjórn Landsbanka og Glitnis hafa samið við Malcolm Walker og aðra stjórnendur Iceland um kaup á 77% hlut í Iceland. Búist er við að skrifað verði undir á næstunni samkvæmt tilkynningu frá slitastjórn Landsbankans sem send var fjölmiðlum í kvöld.

Kaupverð er ekki gefið upp en í frétt Daily Telegraph sem birtist í kvöld er sagt að Malcolm Walker, hafi boðið 1,55 milljarða sterlingspunda í 77% hlutinn. Tilboðið jafngildir 300 milljörðum króna.

Bain Capital og BC Partners voru búin að bjóða í fyrirtækið. Malcolm Walker, sem þegar á tæplega fjórðungshlut í fyrirtækinu, var aftur á móti með forkaupsrétt og gat jafnað hæsta boð eftir að fyrrgreind félög höfðu gert lokaboð í Iceland.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×