Friðrik Pétur Ragnarsson var kjörinn nýr formaður Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur á fjölmennum aðalfundi í Ljónagryfjunni í kvöld.
Róbert Þór Guðnason hættir sem formaður en hann tók við af Gunnari Örlygssyni á miðju tímabili. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Njarðvíkur.
Páll Kristinsson var síðan skipaður varaformaður á fyrsta fundi nýrrar stjórnar.
Jón Björn Ólafsson, aðalmaðurinn á bak við körfuboltavefinn karfan.is, kemur nú nýr inn í stjórnina en Jón Björn er ekki lengur í forystuhlutverki á karfan.is. Jón Björn er nýr ritari stjórnarinnar.
Friðrik Ragnarsson er fyrrum leikmaður og þjálfari Njarðvíkurliðsins en hann hefur unnið Íslandsmeistaratitilinn sex sinnum með félaginu þar af tvisvar sinnum sem þjálfari.
Ný stjórn Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur lítur þannig út:
Formaður: Friðrik Pétur Ragnarsson
Varaformaður: Páll Kristinsson
Gjaldkeri: Sigurbjörg Jónsdóttir
Ritari: Jón Björn Ólafsson
Meðstjórnandi: Emma Hanna Einarsdóttir
Meðstjórnandi: Helga Jónsdóttir
Meðstjórnandi: Jakob Hermannsson
Varastjórn:
Skúli Björgvin Sigurðsson
Berglind Kristjánsdóttir
Helga Guðmundsdóttir
Haukur Einarsson
Friðrik Ragnarsson nýr formaður hjá Njarðvíkingum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mest lesið




Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum
Enski boltinn

Wirtz strax kominn á hættusvæði
Enski boltinn



Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá
Enski boltinn

