Í ágripi um helstu niðurstöður rannsóknarnefndar um Íbúðalánasjóð segir að rannsókn þeirra hafi leitt í ljós margvísleg mistök, sum mjög alvarleg - mistök sem hafa kostað þjóðina milljarða króna. Þá segir í niðurstöðunni að mistökin megi meðal annars rekja til vanþekkingar innan sjóðsins og meðal þeirra sem tengdust honum.
Svo segir orðrétt: „Þá verður ekki hjá því komist að nefna að ekki bættu heldur pólitísk áhrif og hagsmunatengsl úr skák.“
Einnig kemur fram að ekki sér fyrir endann á kostnaðinum sem hefur þegar orðið vegna mistaka innan sjóðsins.
Verið er að kynna skýrsluna nú á blaðamannafundi rannsóknarnefndarinnnar í Oddfellow-húsinu.
Rannsóknarnefnd Alþingis um Íbúðalánasjóð var skipuð í september 2011 en í nefndinni sátu Sigurður Hallur Stefánsson, fyrrum héraðsdómari, Kirstín Flygenring hagfræðingur og Jón Þorvaldur Heiðarsson lektor í viðskiptafræðideild í Háskólanum á Akureyri.
Nefndin var skipuð til að rannsaka starfsemi sjóðsins á árunum 2004 til 2010 en afdrifaríkar ákvarðanir í stefnu sjóðsins voru teknar á þeim tíma.
Greint verður frekar frá málinu á Vísi síðar í dag.
Mistök Íbúðalánasjóðs kostað þjóðina milljarða

Mest lesið

Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar
Viðskipti innlent

Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures
Viðskipti innlent

Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn
Viðskipti innlent

Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB
Viðskipti erlent

Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi
Viðskipti innlent

Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna
Viðskipti innlent

Íbúðum í byggingu fækkar
Viðskipti innlent

Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér
Viðskipti innlent


Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum
Viðskipti erlent