Kári kaupir í Stoðum fyrir um 300 milljónir Hörður Ægisson skrifar 10. júlí 2019 09:15 Kári Guðjón Hallgrímsson Félag í eigu Kára Guðjóns Hallgrímssonar, stjórnanda á skuldabréfasviði fjárfestingabankans JP Morgan í London, var í hópi þeirra fjárfesta sem keyptu undir lok síðasta mánaðar samtals um nítján prósenta hlut Arion banka í fjárfestingarfélaginu Stoðum. Samkvæmt heimildum Markaðarins nam fjárfesting Kára í Stoðum yfir þrjú hundruð milljónum króna sem tryggir honum vel yfir eins prósents eignarhlut í félaginu. Tilkynnt var um sölu Arion banka föstudaginn 28. júní síðastliðinn en sjóðir í stýringu Stefnis, dótturfélags bankans, fóru fyrir fjárfestahópnum og keyptu samanlagt um átta prósenta hlut í Stoðum. Samkvæmt heimildum Markaðarins samanstóð kaupendahópurinn af nærri tuttugu sjóðum og fjárfestum. Hlutafé Stoða var aukið um hátt í 3,7 milljarða króna í lok maímánaðar og nam eigið fé félagsins í kjölfarið um 22 milljörðum króna. Miðað við það má áætla að bókfært virði eignarhlutar Arion banka hafi verið um 4,4 milljarðar króna. Kári hefur starfað hjá bandaríska fjárfestingarbankanum í sautján ár og undanfarið sem framkvæmdastjóri á skuldabréfasviði bankans. Félagið Vindhamar, sem er í eigu Kára, var á meðal fjárfesta sem tóku þátt í þrjú hundruð milljóna króna hlutafjáraukningu hátæknifyrirtækisins Valka á síðasta ári. Stoðir, sem eru á meðal stærstu hluthafa í tryggingafélaginu TM, Arion banka og Símanum, högnuðust um 1.100 milljónir króna á síðasta ári. Stærsti hluthafi Stoða er eignarhaldsfélagið S121 sem er meðal annars í eigu félaga á vegum Jóns Sigurðssonar, stjórnarformanns Stoða, Einars Arnar Ólafssonar, fyrrverandi forstjóra Skeljungs, og Örvars Kjærnested, fjárfestis og stjórnarformanns TM. Aðrir helstu hluthafar Stoða eru Landsbankinn með fimmtán prósenta hlut og Íslandsbanki á tvö prósent í félaginu. Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira
Félag í eigu Kára Guðjóns Hallgrímssonar, stjórnanda á skuldabréfasviði fjárfestingabankans JP Morgan í London, var í hópi þeirra fjárfesta sem keyptu undir lok síðasta mánaðar samtals um nítján prósenta hlut Arion banka í fjárfestingarfélaginu Stoðum. Samkvæmt heimildum Markaðarins nam fjárfesting Kára í Stoðum yfir þrjú hundruð milljónum króna sem tryggir honum vel yfir eins prósents eignarhlut í félaginu. Tilkynnt var um sölu Arion banka föstudaginn 28. júní síðastliðinn en sjóðir í stýringu Stefnis, dótturfélags bankans, fóru fyrir fjárfestahópnum og keyptu samanlagt um átta prósenta hlut í Stoðum. Samkvæmt heimildum Markaðarins samanstóð kaupendahópurinn af nærri tuttugu sjóðum og fjárfestum. Hlutafé Stoða var aukið um hátt í 3,7 milljarða króna í lok maímánaðar og nam eigið fé félagsins í kjölfarið um 22 milljörðum króna. Miðað við það má áætla að bókfært virði eignarhlutar Arion banka hafi verið um 4,4 milljarðar króna. Kári hefur starfað hjá bandaríska fjárfestingarbankanum í sautján ár og undanfarið sem framkvæmdastjóri á skuldabréfasviði bankans. Félagið Vindhamar, sem er í eigu Kára, var á meðal fjárfesta sem tóku þátt í þrjú hundruð milljóna króna hlutafjáraukningu hátæknifyrirtækisins Valka á síðasta ári. Stoðir, sem eru á meðal stærstu hluthafa í tryggingafélaginu TM, Arion banka og Símanum, högnuðust um 1.100 milljónir króna á síðasta ári. Stærsti hluthafi Stoða er eignarhaldsfélagið S121 sem er meðal annars í eigu félaga á vegum Jóns Sigurðssonar, stjórnarformanns Stoða, Einars Arnar Ólafssonar, fyrrverandi forstjóra Skeljungs, og Örvars Kjærnested, fjárfestis og stjórnarformanns TM. Aðrir helstu hluthafar Stoða eru Landsbankinn með fimmtán prósenta hlut og Íslandsbanki á tvö prósent í félaginu.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira