Jól

Jóladagatal Vísis: Ari Eldjárn bregður sér í gervi Hrafns Gunnlaugssonar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hrafn Gunnlaugsson var á meðal gesta í salnum og virtist skemmta sér konunglega.
Hrafn Gunnlaugsson var á meðal gesta í salnum og virtist skemmta sér konunglega.

Desember er runninn upp, sá fimmti í dag og styttist í hátíð ljóss og friðar.

Vísir ætlar að gleðja lesendur sína með jóladagatali þar sem leitað verður í gullkistuna á sjónvarps- og útvarpsvefnum. Óhætt er að segja að þar sé hægt að gleyma sér við áhorf á gamalt og gott efni.

Hér að neðan má sjá eftirminnilegt uppistand Ara Eldjárn á Edduverðlaununum í mars 2011. Ari fékk salinn til að skella upp úr og gott betur en það. Bauð hann meðal annars upp á eftirhermu af Hrafni Gunnlaugssyni sem var í salnum.

Með því að smella á Jóladagatal Vísis hér að neðan geturðu séð fyrri klippur í dagatalinu þetta árið.


Tengdar fréttir








×