Handbolti

Janus kom að átta mörkum Ís­lendinga­slag | Björg­vin magnaður í tapi Skjern

Anton Ingi Leifsson skrifar
Janus hefur verið magnaður á tímabilinu með Álaborg.
Janus hefur verið magnaður á tímabilinu með Álaborg. vísir/getty

Álaborg vann sinn 13. sigur í danska handboltanum í dag er liðið hafði betur gegn GOG í Íslendingaslag, 32-26.

Janus Daði Smárason skoraði þrjú mörk úr fimm skotum og gaf fjórar stoðsendingar fyrir Álaborg en Ómar Ingi Magnússon er enn á meiðslalistanum.

Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði tvö mörk fyrir GOG, Arnar Freyr Arnarsson eitt en Viktor Gísli Hallgrímsson varði einungis þrjú skot í marki GOG.

Álaborg er með átta stiga forskot á toppi deildarinnar. Liðið er með 27 stig en GOG er í sjöunda sætinu með 26 stig.

Skjern, sem leikur í sömu deild, tapaði sínum fyrsta leik í rúman mánuð er liðið tapaði fyrir Lemvig á útivelli, 27-24, eftir að hafa verið 14-13 yfir í hálfleik.

Skjern er í 3. sæti deildarinnar með 19 stig en Lemvig er í næst neðsta sætinu með sjö stig svo tapið var afar slæmt.

Björgvin Páll Gústavsson kom í veg fyrir að tap Skjern yrði enn stærra en hann var með rúmlega 40% markvörslu. Elvar Örn Jónsson skoraði fjögur mörk úr átta skotum.
.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.