Viðskipti erlent

Hættir að fljúga frá Dan­mörku og Sví­þjóð til Banda­­ríkjanna og Taí­lands

Atli Ísleifsson skrifar
Flugfélagið mun áfram fljúga frá Osló til Bandaríkjanna og Taílands.
Flugfélagið mun áfram fljúga frá Osló til Bandaríkjanna og Taílands. Getty
Flugfélagið Norwegian hefur ákveðið að hætta beinu flugi frá Kaupmannahöfn og Stokkhólmi til Bandaríkjanna og Taílands.Norrænir fjölmiðlar greina frá þessu í morgun. Er haft eftir Charlotte Holmbergh Jansson, upplýsingafulltrúa Norwegian, að síðustu flugferðirnar á þessum leiðum verði farnar þann 29. mars á næsta ári. Flugfélagið mun þó áfram fljúga til Bandaríkjanna og Taílands frá Gardermoen-flugvelli í Osló.Aðspurð um hvað verði um viðskiptavini sem eigi bókaðar ferðir eftir 29. mars á þessum leiðum segist Holmbergh Jansson ekki halda að það eigi við um marga. Fáir eigi bókaðar slíkar ferðir. En flugfélagið muni reyna að tryggja viðskiptavinum sínum ferðir í gegnum Osló eða London eða þá endurgreiða ferðirnar.Ástæða þess að flugfélagið hætti umræddum flugleiðum er að gera flugfélagið ábatasamara og að áhersla verði lögð á aukna tíðni ferða til annarra áfangastaða í Evrópu.„Skandinavía er ekki nægilega stór fyrir flug milli heimsálfa frá Osló, Stokkhómi og Kaupmannahöfn,“ er haft eftir Matthew Wood, háttsettum stjórnanda hjá Norwegian.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
3,31
17
596.829
ICEAIR
2,61
9
6.646
ICESEA
2,01
2
4.834
BRIM
1,7
3
23.042
ARION
0,94
8
106.188

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REGINN
-2,77
14
106.756
REITIR
-1,74
12
63.780
MAREL
-1,17
38
376.941
SYN
-1,02
5
1.145
EIK
-0,96
10
156.375
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.