Handbolti

Enn einn stór­leikurinn hjá Bjarka Má: Marka­hæstur í Þýska­landi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bjarki Már í leik með Lemgo.
Bjarki Már í leik með Lemgo. vísir/getty
Bjarki Már Elísson heldur áfram að fara á kostum í þýsku úrvalsdeildinni en hann var markahæstur hjá Lemgo er liðið vann auðveldan sigur á Die Eulen Ludwigshafen, 27-19.Sigurinn var aldrei í hættu. Lemgo var níu mörkum yfir í hálfleik, 15-6, en heimamenn í Lemgo gerðu að endingu 27 mörk.Bjarki Már gerði sér lítið fyrir og skoraði þrettán mörk en eftir mörkin þrettán er hann orðinn næst markahæsti leikmaðurinn í þýska boltanum.


Það er einungis fyrrum liðsfélagi hans hjá Fuchse Berlín, Hans Lindberg, sem er markahærri en íslenski hornamaðurinn.Lemgo er komið með sex stig eftir sigurinn en Ludwigshafen er áfram með þrjú. Lemgo er í 15. til 16. sæti deildarinnar.Aron Dagur Pálsson komst ekki á blað er Alingsås vann þriggja marka sigur á IFK Skövde, 23-20, en Alingsås er á toppi deildarinnar.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.