Handbolti

„Er það alltaf kennaranum að kenna ef krakkinn drullar á sig í stærð­fræði­prófi?“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jóhann Gunnar Einarsson og Logi Geirsson.
Jóhann Gunnar Einarsson og Logi Geirsson. vísir/skjáskot

Stjarnan heldur áfram að kasta frá sér góri forystu og það gerðist í leiknum gegn Fram í Olís-deild karla á laugardagskvöldið.

Garðbæingar voru þremur mörkum yfir er um tvær mínútur voru eftir en tókst að glutra niður forystunni og niðurstaðan jafntefli.

Seinni bylgjan fór yfir endasprettinn í þætti sínum í gær en Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Stjörnunnar, ákvað að taka markvörðinn útaf til þess að bæta við auka manni í sóknina.

„Það sem stendur eftir í þessu er að Rúnar þjálfari tekur þessa áhættu þegar þeir missa Ragnar útaf (fékk tvær mínútur) að taka markvörðinn útaf. Það kemur þeim svakalega um koll því þetta hefur það í för með sér að áhættan að fá mark á sig yfir allan völlinn er svakaleg,“ sagði Logi Geirsson.

„Ef þú ert með markmann í markinu og spilar fimm á móti sex þá kemstu yfirleitt alltaf til baka. Þá vinnurðu þér inn tíma og ég hefði aldrei gert þetta.“

Jóhann Gunnar Einarsson, hinn spekingur þáttarins í gærkvöldi, setti spurningu við ábyrgð leikmanna.

„Hver er ábyrgð leikmanna? Nú kem ég úr skólakerfinu. Er það alltaf kennaranum að kenna ef krakkinn drullar á sig í stærðfræðiprófi? Þú getur verið búinn að gera allt rétt og það er mjög erfitt að vera með kerfi í svona maður á mann,“ sagði Jóhann Gunnar.

Innslagið má sjá hér að neðan.

Klippa: Seinni bylgjan: Vandræði StjörnunnarAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.