„Vöndum til verka“ – hópuppsagnir og jafnréttismál Alfreð kynnir 13. nóvember 2019 15:00 Sigríður Elín Guðlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Mannauðs í Háskólanum í Reykjavík og félagsmaður í Mannauði, félagi mannauðsfólks á Íslandi. Mannauður Sigríður Elín Guðlaugsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs og gæða hjá HR, er gestur Unnar í hlaðvarpinu „Á mannauðsmáli“. Sigríður Elín, sem alltaf er kölluð Ella Sigga, hóf feril sinn í mannauðsmálum hjá Íslenskri erfðagreiningu árið 2000. Ella Sigga starfaði hjá ÍE í 14 ár og á þessum árum tókst hún, og hennar teymi, á við miklar breytingar hjá fyrirtækinu, þar á meðal gríðarlega stækkun á fyrstu árum þess og síðar samdrátt. Ella Sigga þurfti því snemma á ferlinum að takast á við erfið mál líkt og hópuppsagnir, launa- og ráðningafrost. Í spjalli sínu við Unni fer Ella Sigga yfir hvað þarf að hafa í huga í aðstæðum sem þessum, hvernig undirbúa megi stjórnendur sem þurfa að segja upp fólki, mikilvægi ráðgjafar til starfsfólks sem missir vinnuna og hvernig má hlúa að þeim sem eftir eru. Klippa: Á mannauðsmáli - Sigríður E. Guðlaugsdóttir hjá HR Jafnréttismál eru Ellu Siggu afar hugleikin og er núverandi vinnustaður hennar, HR, öflugur í þeim málaflokki. Þar hefur til að mynda verið stofnuð jafnréttisnefnd sem hefur það hlutverk að koma með hugmyndir að jafnréttisverkefnum, gerir skýrslur um stöðu mála og veita aðhald. Ella Sigga kemur inn á að aðilar sem veljast í slíka nefnd þurfi að veljast út frá áhuga og að reyna þurfi eftir fremsta megni að hafa kynjahlutfall nefndarinnar jafnt. Þá kemur Ella Sigga einnig með nokkur góð ráð til fyrirtækja sem vilja auka jafnrétti á sínum vinnustað. Að lokum taka Ella Sigga og Unnur umræðu um #metoo byltinguna og jákvæð áhrif hennar á fyrirtæki. Mikilvægi þess að fólk vandi sig í samskiptum og átti sig á því að það sem sagt og gert er hefur áhrif á umhverfið, þ.e. hvernig allir bera ábyrgð á því að búa til vinnustað þar sem starfsfólki líður vel og er öruggt. Jafnréttismál MeToo Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Skipta dekkin máli? Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Sjá meira
Sigríður Elín Guðlaugsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs og gæða hjá HR, er gestur Unnar í hlaðvarpinu „Á mannauðsmáli“. Sigríður Elín, sem alltaf er kölluð Ella Sigga, hóf feril sinn í mannauðsmálum hjá Íslenskri erfðagreiningu árið 2000. Ella Sigga starfaði hjá ÍE í 14 ár og á þessum árum tókst hún, og hennar teymi, á við miklar breytingar hjá fyrirtækinu, þar á meðal gríðarlega stækkun á fyrstu árum þess og síðar samdrátt. Ella Sigga þurfti því snemma á ferlinum að takast á við erfið mál líkt og hópuppsagnir, launa- og ráðningafrost. Í spjalli sínu við Unni fer Ella Sigga yfir hvað þarf að hafa í huga í aðstæðum sem þessum, hvernig undirbúa megi stjórnendur sem þurfa að segja upp fólki, mikilvægi ráðgjafar til starfsfólks sem missir vinnuna og hvernig má hlúa að þeim sem eftir eru. Klippa: Á mannauðsmáli - Sigríður E. Guðlaugsdóttir hjá HR Jafnréttismál eru Ellu Siggu afar hugleikin og er núverandi vinnustaður hennar, HR, öflugur í þeim málaflokki. Þar hefur til að mynda verið stofnuð jafnréttisnefnd sem hefur það hlutverk að koma með hugmyndir að jafnréttisverkefnum, gerir skýrslur um stöðu mála og veita aðhald. Ella Sigga kemur inn á að aðilar sem veljast í slíka nefnd þurfi að veljast út frá áhuga og að reyna þurfi eftir fremsta megni að hafa kynjahlutfall nefndarinnar jafnt. Þá kemur Ella Sigga einnig með nokkur góð ráð til fyrirtækja sem vilja auka jafnrétti á sínum vinnustað. Að lokum taka Ella Sigga og Unnur umræðu um #metoo byltinguna og jákvæð áhrif hennar á fyrirtæki. Mikilvægi þess að fólk vandi sig í samskiptum og átti sig á því að það sem sagt og gert er hefur áhrif á umhverfið, þ.e. hvernig allir bera ábyrgð á því að búa til vinnustað þar sem starfsfólki líður vel og er öruggt.
Jafnréttismál MeToo Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Skipta dekkin máli? Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Sjá meira