Körfubolti

Þriðji NBA-leikmaðurinn dæmdur í 25 leikja bann fyrir að nota ólögleg lyf

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Collins hefur leikið með Atlanta Hawks síðan 2017.
Collins hefur leikið með Atlanta Hawks síðan 2017. vísir/getty
John Collins, ein stærsta stjarna Atlanta Hawks, hefur verið dæmdur í 25 leikja bann fyrir brot á lyfjareglum NBA-deildarinnar í körfubolta.Frá því í sumar hafa þrír leikmenn í NBA verið dæmdir í 25 leikja bann fyrir að nota ólögleg lyf. DeAndre Ayton, leikmaður Phoenix Suns, og Wilson Chandler, leikmaður Brooklyn Nets, fengu sömu refsingu og Collins.Collins ætlar að áfrýja banninu og freistar þess að fá það stytt.Ef það gengur ekki eftir þarf Collins að bíða fram á Þorláksmessu eftir að geta spilað afturmeð Atlanta.Collins var valinn númer 19 í nýliðavalinu 2017. Það sem af er tímabili er hann með 17,0 stig og 8,8 fráköst að meðaltali í leik. Collins er með frábæra þriggja stiga nýtingu, eða 47,4%.

Tengd skjöl

NBA

Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.