Makamál

Spurning vikunnar: Hvað er það fyrsta sem heillar þig við manneskju?

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
„Átt þú þína týpu“?
„Átt þú þína týpu“? Getty
Eru það augun?

Brosið?

Röddin eða kannski hvernig manneskjan ilmar?

Hvað er það fyrsta sem heillar þig?

Það er mjög misjafnt hvaða týpum eða manneskjum við heillumst að og stundum getur verið erfitt að greina hvaða eiginleikar það nákvæmlega eru. Öll höfum við heyrt þetta með týpuna. „Þessi er alveg hans týpa, hávaxin og hnyttin“ eða „hann er alveg hennar týpa, dulur og dökkur yfirlitum“.

Sem betur fer hrífumst við að ólíkum týpum og misjafnt hvaða eiginleikar það eru sem við erum að sækjast eftir í fari annarrar manneskju sem við endum svo í sambandi með. 

Spurning Makamála þessa vikuna er þó með áherslu á þetta FYRSTA sem heillar þig eða vekur áhuga í fari annarrar manneskju en ekki það sem kemur svo í ljós seinna þegar þið kynnist meira. Hvað er það fyrsta sem heillar þig við manneskju? 


Tengdar fréttir


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.