Makamál

Einhleypan: Saga minna mörgu ástmanna í ítarlegum smáatriðum

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Kría starfar þessa dagana í versluninni Geysi á Skólavörðustíg en stefnan er tekin á ljósmyndanám í nánustu framtíð.
Kría starfar þessa dagana í versluninni Geysi á Skólavörðustíg en stefnan er tekin á ljósmyndanám í nánustu framtíð. Vilhelm Gunnarsson
Kristína Mekkin eða Kría eins og hún er oftast kölluð er Einhleypa Makamála þessa vikuna.

Kría segist vera dansína og jógakanína, með augun opin fyrir nýjum og ferskum verkefnum.

Svo klæjar mig smá í fingurna að fara í frönskunám svo ég geti búið mig undir hugguleg æviár á frönsku rívíerunni!

Fáum að kynna Kríu aðeins betur.



Nafn?

Kristína Mekkin Haraldsdóttir.



2. Gælunafn eða hliðarsjálf?

Kría, Big K, KreeKree, Mekklovin.



3. Aldur í árum?

28 ára.



4. Aldur í anda?

25 ára árið 1925.



5. Menntun?

Dans-diplóma og jógakennararéttindi.



6. Hvað myndi sjálfsævisagan þín heita?

Elskhugar - saga minna mörgu ástmanna sögð í ítarlegum smáatriðum.  

7. Guilty pleasure kvikmynd?

Ég elska söngleiki. Don’t @ me.



8. Varstu skotin í einhverjum frægum þegar þú varst yngri?

Ég var víst extra spennt fyrir sýningunum hjá Skara Skrípó.



9. Talar þú stundum um þig í þriðju persónu?

Nei það myndi Krían aldrei gera.



10. Syngur þú í sturtu?

Ég syng allstaðar.

11. Uppáhaldsappið þitt?

Instagram og Shazam.



12. Ertu á Tinder?

Já svona þannig séð.



13. Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum?

Bjartsýn, forvitin, ævintýragjörn.



14. Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í þremur orðum?

Ég spurði Ninju mína allra bestu og hún sagði; Hrókur-alls-fagnaðar! 

15. Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi?

Húmor er mikilvægastur. Fólk með ástríðu fyrir einhverju og hugrekki í lífinu er líka mjög töff.



16. Hvaða persónueiginleikar finnast þér aldeilis ekki heillandi?

Hroki, dónaskapur og besservissemi.



17. Hvaða dýr værir þú ef þú værir dýr?

Aristocat.



18. Ef þú mættir velja einhverja þrjá einstaklinga úr sögunni (lífs eða liðna) til að bjóða í kvöldmat og spjall, hverja myndir þú velja?

David Lynch, Chloe Sevignÿ og Jessica Lange. Þetta yrði drungalegt og dásamlegt.



19. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum?

Já, mér finnst það vera hæfileiki að muna hvaða ár allar myndir sem ég hef séð komu út, en fólk er mishrifið.

20. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera?

Dansa, drekka, borða, elda, syngja, gera yoga, hoppa á trampólíni, taka myndir af fallegu vinum mínum og keyra bíl. Ég elska að keyra!

Á samt ekki bíl.



21. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera?

Verð fljótt pirruð á einhverju svona óþarfa veseni og leiðist líka oft að bíða eftir fólki.



22. Ertu A eða B týpa?

Algjör B týpa, plís ekki tala við mig fyrir klukkan níu á morgnana.



23. Hvernig viltu eggin þín?

Flöffuð.



24. Hvernig viltu kaffið þitt?

Svart og sykurlaust.

25. Þegar þú ferð út að skemmta þér, á hvaða staði ferðu?

Kokteilar á Veður, vangadans á Kiki og svo heim í hús á Kaffibarinn.



26. Ef einhver kallar þig sjomla?

Já blessha!



27. Drauma stefnumótið?

Eitthvað rómantískt og bíómyndalegt. En einnig má ekki vanmeta hið óvænta. Ég elska þegar einhver kemur mér á óvart.

Kría segist elska að láta koma sér á óvart og er draumastefnumótið eitthvað rómantískt og bíómyndalegt.
28. Einhver söngtexti sem þú hefur sungið vitlaust?

Nei ég syng allt rétt því ég er pían sem gúgglar textann og læri til að ganga í augun á ókunnugum.



29. Hvað horfðir þú á síðast á Netflix?

The Politician.



30. Hvað er Ást?

Ást er, þegar öllu er á botninn hvolft, það sem við erum öll að leita að. Manneskjan þarf að elska - en ást er ekki bara á milli elskhuga.

Heiminum er stjórnað af bæði ást og hatri - hatrið elur af sér óöryggi, öfundsýki og ótta. Ást elur af sér virðingu, traust, von og jákvæðni. Vertu ástarmegin í lífinu og trúðu á þig og lífið!

Aðsend mynd
Makamál þakka Kríu kærlega fyrir spjallið og fyrir áhugasama er hægt að nálgast Instagram prófílinn hennar hér.


Tengdar fréttir

Móðurmál: Stofnaði fyrirtækið Maur.is ólétt og með ungbarn

"Það er eins og konur séu með blæti fyrir því að láta ófrískum konum líða pínku pons illa með sjálfa sig.“ Þetta segir Ilmur Eir stofnandi Maur.is en hún og kærasti hennar Haraldur Örn eignuðust sitt fyrsta barn, Valkyrju Maríu á síðasta ári.

Bréfið: Giftur konu en stundar kynlíf með körlum

"Ég á eitt risavaxið leyndarmál sem ekki einu sinni mínir nánustu vinir vita og ég efast um að einhver muni nokkurn tíma komast að.“ Segir giftur gagnkynhneigður karlmaður á fertugsaldri sem talar um þrár sínar og langanir til þess að stunda kynlíf með karlmönnum.

Spurning vikunnar: Kyssir þú makann þinn góða nótt?

Þegar mesta spennan er horfin úr samböndum eftir lostafulla siglingu á bleika skýinu byrjar fólk smátt og smátt að koma sér vel fyrir í þægindarrammanum. En hvað með hinn heilaga góða-nótt koss?




Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.