Viðskipti innlent

Inn­kalla kjúk­ling vegna gruns um salmonellu

Atli Ísleifsson skrifar
Kjúklingur sem um ræðir er seldur undir vörumerki Holta, Kjörfugl og Krónan.
Kjúklingur sem um ræðir er seldur undir vörumerki Holta, Kjörfugl og Krónan. Getty
Reykjagarður hefur ákveðið að innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu. Um er að ræða kjúkling með rekjanleikanúmerunum 001-19-36-3-02 og 001-19-37-3-17, seldur undir vörumerki Holta, Kjörfugl og Krónan.Grunurinn kom upp í reglubundnu eftirliti og greindist í tveimur kjúklingahópum. Í tilkynningu frá Reykjagarði segir að dreifing á afurðum hafi verið stöðvuð og sé innköllun hafin.„Neytendur sem hafa keypt kjúklinga með þessu rekjanleikanúmeri eru beðnir  að skila inn vörunni í viðkomandi verslun eða beint  til Reykjagarðs Fosshálsi 1. 110 ReykjavíkTekið skal fram að ef áprentuðum leiðbeiningum á umbúðum er fylgt er þessi kjúklingur hættulaus fyrir neytendur, passa þarf að blóðvökvi komist ekki í aðra matvöru og steikja vel í gegn.Ekki liggur fyrir grunur um að aðrar afurðir hjá Reykjagarði séu mengaðar af Salmonellu,“ segir í tilkynningunni.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
0
4
52.475
MAREL
0
8
69.997

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIK
-4,56
10
126.705
REITIR
-4,03
6
42.780
REGINN
-3,09
15
82.623
SJOVA
-2,88
8
33.092
VIS
-2,16
6
80.631
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.