Körfubolti

Körfuboltakvöld: Keflvíkingar ná hrikalega vel saman

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sérfræðingarnir fara yfir málin
Sérfræðingarnir fara yfir málin s2 sport
Keflavík vann nágrannaslaginn við Njarðvík í Domino's deild karla í gærkvöld. Keflvíkingar eru með fullt hús eftir þrjár umferðir.Sérfræðingar Domino's Körfuboltakvölds ræddu lið Keflvíkinga í þætti gærkvöldsins á Stöð 2 Sport.„Þeir eru langt komnir og líta vel út. Það er gott skipulag á liðinu hjá þeim og þeir eru að ná hrikalega vel saman,“ sagði Pálína María Gunnlaugsdóttir.„En þeir eru líka með alveg hrikalega góða leikmenn.“Einn sem hefur heillað sérstaklega er Dominykas Milka, 27 ára miðherji frá Litháen.„Hann var framúrskarandi enn einu sinni,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson.„Þetta var enn einn leikurinn þar sem stjarna hans skein skært.“Sérfræðingarnir bentu þó á einn last á leik Milka. Hann á það til að láta sig falla heldur auðveldlega til jarðar þegar hann spilar vörn.Alla umræðuna má sjá hér að neðan.

Klippa: Körfuboltakvöld: Keflvíkingar ná vel samanFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.