Makamál

Flestir leita til makans í vanlíðan

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Makamál beindu spurningu síðustu viku til fólks sem er í sambandi. Spurningin var: Hver er sá fyrsti sem þú leitar til þegar þér líður illa?

Ef marka má niðurstöður úr könnuninni má draga þá ályktun að lesendur Makamála leiti flestir til maka síns þegar þeim líður illa en yfir 3000 manns tóku þátt í heildina. 

Það sem vakti aftur á móti athygli er að tæplega 30% segjast ekki leita til neins í vanlíðan sinni. 

Makamál velta því fyrir sér hvort að það sé einhver munur þarna á kynjunum en konur hafa oft á tíðum verið opnari en karlmenn um vandamál sín og erfiðleika meðan karlmenn hafa stundum þá tilhneigingu til að bera harm sinn í hljóði. 

Hægt er að sjá nákvæmari niðurstöður hér fyrir neðan: 

Hver er sá fyrsti sem þú leitar til þegar þér líður illa?Maki - 43%

Vinur/vinkona - 15%

Foreldri/ættingi - 14%

Fagaðila - 0%

Enginn - 28%Makamál mættu í Brennsluna á FM957 í morgun og ræddu niðurstöðurnar og kynntu til leiks næstu spurning vikunnar. Hægt að er að hlusta á umræðurnar hér fyrir neðan: Klippa: Brennslan! Makamál: Ertu kynferðislega fullnægð/ur í sambandinu þínu?

Tengdar fréttir

Emojional: Brynja Dan, mamma númer eitt, tvö og tíu

Brynja Dan hefur komið víða við og kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að markaðsmálum. Brynja hefur haft í mörgu að snúast síðustu vikur en hún er einn eiganda Extraloppunnar í Smáralind sem opnaði núna í sumar. Makamál tóku létt spjall við Brynju á Facebook þar sem hún fékk að spreyta sig á því að svara einungis í formi emojis. (táknmynda)
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.