Handbolti

Haukur fer ekki með á HM

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Haukur varð Íslandsmeistari með Selfossi síðasta vor.
Haukur varð Íslandsmeistari með Selfossi síðasta vor. vísir/vilhelm

Selfyssingarnir Haukur Þrastarson og Teitur Örn Einarsson verða ekki með íslenska U-21 árs landsliðinu á HM í handbolta á Spáni sem fer fram dagana 16.-28. júlí.

Haukur og Teitur gáfu ekki kost á sér á HM líkt og ÍR-ingarnir Sveinn Andri Sveinsson og Arnar Freyr Guðmundsson.

Haukur og Teitur hafa verið í A-landsliðinu undanfarna mánuði og léku m.a. með því á HM í Danmörku og Þýskalandi í janúar.

Viktor Gísli Hallgrímsson, sem hefur verið í A-landsliðinu í síðustu leikjum þess, er hins vegar í HM-hópnum hjá U-21 árs liðinu.

Sveinn Jóhannsson, leikmaður SønderjyskE, og FH-ingurinn Birgir Már Birgisson eru meiddir og fara ekki með á HM.

Ísland er í riðli með Þýskalandi, Noregi, Danmörku, Argentínu og Síle. Fjögur efstu liðin fara áfram í 16-liða úrslit.

Íslenski hópurinn:

Markverðir:
Andri Sigmarsson Scheving, Haukar
Viktor Gísli Hallgrímsson, GOG

Aðrir leikmenn:
Ásgeir Snær Vignisson, Valur
Bjarni Ófeigur Valdimarsson, FH
Daníel Örn Griffin, KA
Darri Aronsson, Haukar
Elliði Snær Viðarsson, ÍBV
Gabríel Martinez Róbertsson, ÍBV
Hafþór Már Vignisson, ÍR
Hannes Grimm, Stjarnan
Jakob Martin Ásgeirsson, FH
Kristófer Andri Daðason, HK
Orri Freyr Þorkelsson, Haukar
Sigþór Gunnar Jónsson, KA
Sveinn José Rivera, Valur
Örn Vésteinsson Östenberg, Amo Handboll

Þjálfari: Einar Andri Einarsson
Aðstoðarþjálfari: Sigursteinn Arndal
Liðsstjóri: Hrannar Guðmundsson
Fararstjóri: Stefán Þór Sigtryggsson
Sjúkraþjálfari: Stefán Baldvin StefánssonAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.