Tvær kannanir voru settar inn og lesendur Vísis beðnir um að svara eftir því hvort að þeir væru í sambandi eða einhleypir.
Rúmlega 6400 manns tóku þátt í könnuninni og eru niðurstöðurnar frekar áhugaverðar.
Samkvæmt lesendum Vísis segjast rúmlega 60% fólks sem er í sambandi og tæplega helmingur einhleypra stunda kynlíf einu sinni í viku eða oftar, svo að munurinn á milli þessara hópa er alls ekki svo mikill.
Niðurstöðurnar voru þessar:
Í SAMBANDI:
3 sinnum í viku eða oftar - 38%
1 sinni í viku - 25%
2-3 sinnum í mánuði - 18%
Sjaldnar - 19%
Á LAUSU:
3 sinnum í viku eða oftar - 26%
1 sinni í viku - 19%
2-3 sinnum í mánuði - 18%
Sjaldnar - 37%
Makamál mættu í Brennsluna á FM957 síðasta föstudagsmorgunn og ræddu niðurstöðurnar úr þessari könnun og kynntu næstu spurningu vikunnar.