Makamál

Helmingur einhleypra stundar kynlíf vikulega eða oftar

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Hvað stundar þú oft kynlíf? Þetta er spurning sem fólk í sambandi veltir stundum fyrir sér og mætti álykta að fólk í sambandi stundaði talsvert oftar kynlíf en fólk sem er einhleypt. Samkvæmt könnun Makamála er alls ekki svo mikill munur þarna á.
Hvað stundar þú oft kynlíf? Þetta er spurning sem fólk í sambandi veltir stundum fyrir sér og mætti álykta að fólk í sambandi stundaði talsvert oftar kynlíf en fólk sem er einhleypt. Samkvæmt könnun Makamála er alls ekki svo mikill munur þarna á.
Spurning Makamála síðustu viku var: Hversu oft stundar þú kynlíf (að jafnaði)?

Tvær kannanir voru settar inn og lesendur Vísis beðnir um að svara eftir því hvort að þeir væru í sambandi eða einhleypir.

Rúmlega 6400 manns tóku þátt í könnuninni og eru niðurstöðurnar frekar áhugaverðar.

Samkvæmt lesendum Vísis segjast rúmlega 60% fólks sem er í sambandi og tæplega helmingur einhleypra stunda kynlíf einu sinni í viku eða oftar, svo að munurinn á milli þessara hópa er alls ekki svo mikill. Niðurstöðurnar voru þessar: 

Í SAMBANDI: 

3 sinnum í viku eða oftar - 38%

1 sinni í viku - 25%

2-3 sinnum í mánuði - 18%

Sjaldnar - 19%

Á LAUSU:3 sinnum í viku eða oftar - 26%


1 sinni í viku - 19%

2-3 sinnum í mánuði - 18%

Sjaldnar - 37%Makamál mættu í Brennsluna á FM957 síðasta föstudagsmorgunn og ræddu niðurstöðurnar úr þessari könnun og kynntu næstu spurningu vikunnar.
Tengdar fréttir

Siðmenning og siðleysi á samfélagsmiðlum

Í pistlum mínum um ástina og stefnumót hef ég nokkuð oft minnst á þessi rafrænu samskipti og hvaða misskilningi þau geta valdið. Auðvitað er þetta ekki einungis bundið við samskipti kynjana eða stefnumótaheiminn. Í samskiptum sem við eigum við fólk augliti til auglitis gilda ákveðnar óskráðar reglur sem hafa þróast með mannkyninu yfir nokkur hundruði ára.

Spurning vikunnar: Stundar þú munnmök?

Sumir telja munnmök ómissandi hluta af kynlífi meðan aðrir kjósa frekar að sleppa því. Einnig getur líka verið munur á því hvort fólk vilji frekar þiggja eða gefa munnmök.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.