Makamál

Einhleypan: Þrúður blikkar strákana á hjartadeildinni

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Einhleypa Makamála þessa vikuna er gleðigjafinn og hjúkrunarneminn Þrúður Guðmundsdóttir.
Einhleypa Makamála þessa vikuna er gleðigjafinn og hjúkrunarneminn Þrúður Guðmundsdóttir.
Þrúður Guðmundsdóttir er 29 ára gömul Reykjavíkurmær og er á þriðja ári í hjúkrun. Þeir sem þekkja Þrúði segja hana mikinn gleðigjafa og hrók alls fagnaðar hvert sem hún fer. Hún er alltaf með nóg fyrir stafni og segir sumarið hafa hingað til verið brjálæðislega skemmtilegt. 

Fáum að kynnast Einhleypu Makamála aðeins betur. 

1. Nafn?


Þrúður Guðmundsdóttir. 

2. Gælunafn eða hliðarsjálf?

Tobba kuti, kutinn. 

3. Aldur í árum?

29 ára. 

4. Menntun?

Er að hefja þriðja árið í hjúkrun. 

5. Aldur í anda?


Að eilífu 21 árs.



6. Við hvað starfar þú?

Er á hjartadeildinni að blikka strákana í tacycardiu. 

7. Guilty pleasure kvikmynd?

Allar Underworld myndirnar. 

10. Syngur þú í sturtu?

Bara alls ekki. Blasta hinsvegar tónlist og dansa í sturtu.

9. Talar þú stundum um þig í þriðju persónu?

Nei, það er mjög skrýtið flex. 

10. Stoltasta stund lífs þíns?

Ég er mjög stolt af öllum skólatengdum afrekum.  

11. Ef þú ættir að lýsa þér í þremur orðum?

Bjartsýn, góð, annars hugar.

12. Ef vinir þínir ættu að lýsa þér í þremur orðum?

Fyndin, upptekin, skemmtileg. 

13. Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi?

Öryggi, ákveðni og góðmennska. 

14. Hvaða persónueiginleikar finnast þér aldeilis ekki heillandi?

Dónaskapur, óþrifnaður og tillitsleysi.

15. Einhverjir leyndir hæfileikar?

Ég er bilað góð í að rappa. 



16. Uppáhalds appið þitt?

Reddit og Instagram. 

17. Hvaða dýr myndir þú vilja eiga sem gæludýr ef öll dýr væru í boði?

Ég vil bara eiga hundinn minn Snata. 

18. Kanntu brauð að baka?

Ég kann það, en finnst svo miklu einfaldara að kíkja í bakarí. Þar eru líka snúðar sem ég kann ekki að baka.

19. Ef þú mættir velja einhverja þrjá einstaklinga úr sögunni (lífs eða liðna) til að bjóða í kvöldmat og spjall, hverja myndir þú velja?

JK Rowling, Gloria Steinem og Stephen Fry.

20. Hvað finnst þér skemmtilegast?

Dansa, elda og drekka vín með skemmtilegu fólki. 

21. Einhverjir söngtextar sem þú hefur sungið vitlaust? 

Sing öll lög með Ed Sheran vitlaust. Því miður. 

22. Hvað finnst þér leiðinlegast?

Að valda fólki vonbrigðum.

23. Ef fólk spyr þig um þriðja orkupakkann?

Þá spyr ég hvort að númer fjögur sé ekki til umræðu.

24. Draumastefnumótið?

Ef viðkomandi er sætur, skemmtilegur & viðræðuhæfur þá þarf ég ekki mikið meira.

25. Ef einhver kallar þig SJOMLA?

Viðkomandi mun ekki gera það í annað skipti allavega.

26. Einhver æsispennandi sumarplön?

Þetta hefur hingað til verið brjálað og skemmtilegt sumar, framundan er brúðkaup þar sem ég verð veislustjóri og mun vonandi standa mig í því. Svo fer ég erlendis í ágúst, alltaf nóg að gera. 

27. Mannstu eftir einhverri góðri pikköpp línu?

Ég hef heyrt þær ófáar en aldrei góða því miður.

28. Ertu með einhverja fóbíu?

Allt sem er lítið og hreyfist hratt hræðir mig.

29. Áttu vandræðalega sögu af stefnumóti?

Kannski þegar ég fór á fyrsta deit með manni sem að kyssti mig í miðri setningu og ég kyssti hann ekki til baka því að mér brá svo. Þetta varð allt mjög skrýtið.

30. Elskar þú einhvern nógu mikið til að gefa honum síðasta Róló molann þinn?

Já, ég gef alltaf með mér. 



Eitt það skemmtilegasta sem Þrúður gerir er að hitta góða vini, elda, drekka vín og dansa fram á nótt.
Þegar Þrúður er spurð hvort hún hafi einhver lokaorð eða skilaboð út í heiminn er hún ekki lengi að svara: 

Seinasti sjens kemur alltaf aftur!

 

Þegar Þrúður er beðin um að lýsa sér í þremur orðum segir hún að hún sé bjartsýn, góð og annars hugar.
Makamál þakka Þrúði kærlega fyrir spjallið og fyrir áhugasama þá er Instagram prófílinn hennar hér. 

Þrúður segir sumarið 2019 hafa verið brjálæðislega skemmtilegt hingað til og framundan er veislustjórn í brúðkaupi þar sem hún vonast til að standa sig vel.

Tengdar fréttir

Helmingur einhleypra stundar kynlíf vikulega eða oftar

Spurning Makamála síðustu viku var: Hversu oft stundar þú kynlíf (að jafnaði)? Tvær kannanir voru settar inn og lesendur Vísis beðnir um að svara eftir því hvort að þeir væru í sambandi eða einhleypir. Rúmlega 6400 manns tóku þátt í könnuninni og eru niðurstöðurnar frekar áhugaverðar.

Fanney masteraði Tinder

Fanney Svansdóttir er nýútskrifuð frá Háskóla Íslands með master í menningarfræði. Ásamt náminu hefur Fanney unnið síðustu ár að fatamerkinu sínu Ylur þar sem hún hannar prjónaföt á fullorðna og börn. Þessa dagana er hún að horfa í kringum sig eftir nýjum tækifærum og er draumurinn að finna vinnu þar sem menntunin gæti nýst henni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×