Fótbolti

Helgi Mikael dæmir Evrópudeildarleik í Kósovó

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Helgi Mikael Jónasson með spjaldið á lofti í Pepsi deildinni í fyrra.
Helgi Mikael Jónasson með spjaldið á lofti í Pepsi deildinni í fyrra. Vísir/Daníel

Íslenski FIFA-dómarinn Helgi Mikael Jónasson verður með flautuna í Evrópudeildinni í þessari viku.

Helgi Mikael er á leiðinni suður til Kósovó þar sem hann mun dæma leik í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. KSÍ segir frá.

Þetta verður fyrsti Evrópuleikurinn sem Helgi Mikael dæmir en hann er nýjasti FIFA-dómari Íslands.

Leikurinn sem hann dæmir er leikur FC Prishtina frá Kosovó og St Joseph´s FC frá Gíbraltar. Leikurinn fer fram 27. júní í Pristina í Kosovó. Helga til aðstoðar verða þeir Birkir Sigurðarson og Bryngeir Valdimarsson en fjórði dómari verður Þorvaldur Árnason.

Prishtina liðið sló út annað lið frá Gíbraltar í sömu umferð í fyrra eftir að hafa unnið 5-0 sigur í heimaleiknum.

Helgi Mikael er enn bara 25 ára gamall en hann dæmdi sinn fyrsta leik í Pepsi-deildinni í maí 2016 og á nú að baki 40 leiki í efstu deild.

Helgi Mikael hefur bæði dæmt í velsku úrvalsdeildinni og í sænsku b-deildinni auk þess að dæma leik á EM 17 ára landsliða.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.