Pútín framlengir bann við innflutningi á evrópskum matvælum Kjartan Kjartansson skrifar 24. júní 2019 15:26 Pútín Rússlandsforseti svaraði refsiaðgerðum vegna Krímskaga með því að leggja innflutningsbann á evrópsk matvæli. Vísir/EPA Vladímír Pútin, forseti Rússlands, skrifaði undir tilskipun í dag sem framlengir innflutningsbann á evrópsk matvæli til ársloka 2020, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Bannið var svar rússneskra stjórnvalda við refsiaðgerðum Evrópuríkja vegna innlimunar Krímskaga og nær meðal annars til íslenskra útflutningsvara. Bannið nær til flesta matvælategunda þeirra vestrænu ríkja sem beittu Rússland viðskiptaþvingunum eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga í Úkraínu árið 2014. Þrátt fyrir að Ísland hafi tekið þátt í þvingunaraðgerðunum frá upphafi var landið ekki bætt á lista yfir ríki sem innflutningsbann Rússa náði til fyrr en í ágúst árið 2015. Í skriflegu svari Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra, við fyrirspurn á Alþingi í vetur kom fram að útflutningur á íslenskum matvælum hafi dregist saman um 90% árið 2016 og fyrri helming 2017 miðað við árið 2014, síðasta heila árið áður en bannið tók gildi. Árið 2014 nam útflutningurinn rúmlega 29 milljörðum króna, þar af voru fiskafurðir fluttar út fyrir 23,9 milljarða króna. Árið 2017 var útflutningurinn kominn niður í rúma sjö milljarða króna og nam 8,5 milljörðum króna í fyrra þegar fyrirspurninni var svarað í desember. Rússland Sjávarútvegur Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Vladímír Pútin, forseti Rússlands, skrifaði undir tilskipun í dag sem framlengir innflutningsbann á evrópsk matvæli til ársloka 2020, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Bannið var svar rússneskra stjórnvalda við refsiaðgerðum Evrópuríkja vegna innlimunar Krímskaga og nær meðal annars til íslenskra útflutningsvara. Bannið nær til flesta matvælategunda þeirra vestrænu ríkja sem beittu Rússland viðskiptaþvingunum eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga í Úkraínu árið 2014. Þrátt fyrir að Ísland hafi tekið þátt í þvingunaraðgerðunum frá upphafi var landið ekki bætt á lista yfir ríki sem innflutningsbann Rússa náði til fyrr en í ágúst árið 2015. Í skriflegu svari Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra, við fyrirspurn á Alþingi í vetur kom fram að útflutningur á íslenskum matvælum hafi dregist saman um 90% árið 2016 og fyrri helming 2017 miðað við árið 2014, síðasta heila árið áður en bannið tók gildi. Árið 2014 nam útflutningurinn rúmlega 29 milljörðum króna, þar af voru fiskafurðir fluttar út fyrir 23,9 milljarða króna. Árið 2017 var útflutningurinn kominn niður í rúma sjö milljarða króna og nam 8,5 milljörðum króna í fyrra þegar fyrirspurninni var svarað í desember.
Rússland Sjávarútvegur Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira