Enski boltinn

Chelsea búið að kaupa Kovacic

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kovacic fagnar sigri í Evrópudeildinni.
Kovacic fagnar sigri í Evrópudeildinni. vísir/getty

Þó svo Chelsea sé í félagaskiptabanni þá hefur félaginu samt tekist að kaupa Króatann Mateo Kovacic frá Real Madrid.

Kovacic var í láni hjá Chelsea á síðustu leiktíð og þar sem hann var skráður í félagið áður en Chelsea fékk bannið má Lundúnaliðið festa kaup á honum. Sagt er að Chelsea greiði 45 milljónir punda fyrir miðjumanninn.

Króatinn er 25 ára gamall og hóf feril sinn hjá Dinamo Zagreb. Þaðan fór hann til Inter á Ítalíu og sló gegn.

Það leiddi til þess að Real Madrid keypti hann árið 2015 en hann náði sér aldrei almennilega á strik þar og var því lánaður til Chelsea.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.