Rafíþróttir

Hafið Lenovodeildarmeistarar í Counter Strike

Andri Eysteinsson skrifar

Fyrsta tímabili Lenovodeildarinnar er nú formlega lokið en úrslitum í Counter Strike hluta deildarinnar lauk í kvöld með sigri Hafsins sem sigraði alla leiki sína í deildinni.

Hafið endar því með 16 sigra úr 16 viðureignum og gátu Fylkismenn, sem höfnuðu í öðru sæti deildarinnar, ekki stöðvað Hafs-eimreiðina sem hefur keyrt yfir andstæðinga sína í vor.

Lenovodeildarmeistarar í Counter Strike 2019 eru því Hafið og munu þeir væntanlega gera harða atlögu að titlinum að ári.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.