Fótbolti

Fékk lægstu einkunnina eftir skrautlegt sjálfsmark | María sú fjórða hæsta hjá Noregi

Anton Ingi Leifsson skrifar
María svekkt eftir tapið í gær.
María svekkt eftir tapið í gær. vísir/getty

Noregur er með þrjú stig í A-riðli HM kvenna eftir 2-1 tap gegn gestgjöfunum, Frökkum, í annari umferð riðilsins sem leikinn var í gærkvöldi.

Sigurmarkið kom úr umdeildri vítaspyrnu um tuttugu mínútum fyrir leikslok sem var dæmt eftir að dómari leiksins, Bibiana Steinhaus, skoðaði atvikið í VARsjánni.

Jöfnunarmark Noregs á 54. mínútu var hins vegar af skrautlegri gerðinni. Hættulítil fyrirgjöf kom fyrir markið og í stað þess að sparka boltanum í horn, sparkaði Wendie Renard boltanum í sitt eigið net.

Afskaplega klaufalegt en sem betur fer fyrir Renard skoraði Eugenie Le Sommer úr vítaspyrnunni átján mínútum síðar og Frakkarnir eru á toppnum með sex stig.

Lesendur BBC gáfu leikmönnum einkunn eftir leikinn í gær og það kom ekki á óvart að lægstu einkunnina fékk Renard eða 4,98. Samherji hennar í vörninni, Torrent, var hæst í franska liðinu eða með 6,44.

Maður leiksins kom hins vegar úr norska liðinu en það var framherjinn Isabell Herlovsen. Hún fékk 6,50 í einkunn en María Þórisdóttir var sú fjórða í norska liðinu með 6,41 stig.

Noregur er með þrjú stig í riðlinum en liðið mætir Suður-Kóreu á mánudaginn. Sigur þar kemur liðinu í 16-liða úrslitin.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.