Skotland kastaði frá sér þriggja marka forystu og er á heimleið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leik kvöldsins.
Úr leik kvöldsins. vísir/getty

Skotland er úr leik á HM kvenna eftir 3-3 jafntefli gegn Argentínu í kvöld en Skotland leiddi 3-0 í leik liðanna í París í kvöld.

Kim Little kom Skotlandi yfir á nítjándu mínútu og Jenny Beattie tvöfaldaði forystuna á 49. mínútu. Tuttugu mínútum síðar skoraði Erin Cuthbert þriðja markð og leik virtist lokið.

Þær argentísku voru ekki hættar. Milagros Menendez minnkaði muninn á 74. mínútu og fimm mínútum síðar minnkaði Florencia Bonsegundo muninn í 3-2.

Í uppbótartíma fékk svo Argentína vítaspyrnu eftir VARsjána. Á punktinn steig Florencia Bonsegundo og fullkomnaði endurkomu Argentínu. Lokatölur 3-3.

Bæði lið eru því úr leik á HM kvenna þetta árið.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.