Handbolti

Aron á leið í úrslitahelgina í Meistaradeildinni enn einu sinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aron í leik með Börsungum.
Aron í leik með Börsungum. vísir/getty
Aron Pálmarsson og félagar eru komnir með annan fótinn í úrslitahelgina í Meistaradeild Evrópu í handbolta eftir sjö marka sigur á Nantes, 32-25, í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitunum.Börsungar voru með öll völd á vellinum frá upphafi í kvöld. Þeir voru fjórum mörkum yfir eftir fyrri hálfleikinn í Frakklandi og munurinn varð að endingu sjö mörk.Liðin mætast aftur að viku liðinni í Barcelona en sigurvegarinn úr einvíginu fer í úrslitahelgina í Köln þar sem undanúrslitin og úrslitaleikurinn fara fram.Aron stýrði liði Barcelona af mikilli festu í kvöld og skoraði þar að auki þrjú mörk. FH-ingurinn verið reglulegur gestur í úrslitahelginni í Meistaradeildinni undanfarin ár og er á leið þangað enn eitt árið.Frakkinn Ludovic Fabregas kunni vel við sig í sínu heimalandi en hann var markahæstur Börsunga með níu mörk.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.