Nýr Herjólfur Óttar Guðmundsson skrifar 13. apríl 2019 07:15 Ég hef um árabil hitt ágætan sálfræðing reglulega. Margsinnis hef ég staðið á erfiðum krossgötum og ekki vitað mitt rjúkandi ráð. Hann hefur lagt á það ríka áherslu að mestu skipti að taka ákvörðun og halda áfram. „Taktu ákvörðun og stattu undir þeirri ákvörðun sem þú tekur. Það er sjaldnast til blessunar að skipta um hest í ánni miðri. Ákvörðun sem þú tekur á eigin forsendum getur aldrei verið röng!“ sagði hann stundum. „Já, og ekki leita ráða hjá mörgum. Það fer venjulega illa.“ Mér datt þetta í hug á dögunum þegar ég las byggingarsögu nýju Vestmannaeyjaferjunnar. Þegar smíði skipsins var löngu hafin ákváðu menn að lengja það um 7 metra með tilheyrandi kostnaði. Nokkru síðar fengu menn þá umhverfisvænu hugmynd að skipið skyldi knúið rafmagni. Enn var lagt í kostnaðarsamar breytingar og endurbyggingu. Skipið var meira og minna endurhannað í kringum rafhlöðurnar. Nýjar og nýjar snjallar ákvarðanir voru teknar um breytingar með tilheyrandi töfum, kostnaði og ósamkomulagi. Það er reyndar ekki einfalt verk að byggja nýjan Herjólf. Skipið á bæði að vera flatbotna eins og landgönguprammi og líka gott sjóskip í röstinni fyrir Suðurlandi. Nú mun það vera farbúið en pólsku skipasmiðirnir vilja fá eitthvað fyrir allar breytingarnar. Þá loksins gat hin ákvarðanafælna Vegagerð tekið ákvörðun. „Við borgum ekki,“ sögðu menn eins og í gömlu Dario Fo leikriti. Skipið bíður og ekkert gerist. Dýpkunarskipin halda áfram að færa Landeyjasand úr stað. Gamalt skilti hjá vinkonu minni í ferðabransanum kemur upp í hugann: „Þú breytir ekki eftirá nema gegn gjaldi.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Ég hef um árabil hitt ágætan sálfræðing reglulega. Margsinnis hef ég staðið á erfiðum krossgötum og ekki vitað mitt rjúkandi ráð. Hann hefur lagt á það ríka áherslu að mestu skipti að taka ákvörðun og halda áfram. „Taktu ákvörðun og stattu undir þeirri ákvörðun sem þú tekur. Það er sjaldnast til blessunar að skipta um hest í ánni miðri. Ákvörðun sem þú tekur á eigin forsendum getur aldrei verið röng!“ sagði hann stundum. „Já, og ekki leita ráða hjá mörgum. Það fer venjulega illa.“ Mér datt þetta í hug á dögunum þegar ég las byggingarsögu nýju Vestmannaeyjaferjunnar. Þegar smíði skipsins var löngu hafin ákváðu menn að lengja það um 7 metra með tilheyrandi kostnaði. Nokkru síðar fengu menn þá umhverfisvænu hugmynd að skipið skyldi knúið rafmagni. Enn var lagt í kostnaðarsamar breytingar og endurbyggingu. Skipið var meira og minna endurhannað í kringum rafhlöðurnar. Nýjar og nýjar snjallar ákvarðanir voru teknar um breytingar með tilheyrandi töfum, kostnaði og ósamkomulagi. Það er reyndar ekki einfalt verk að byggja nýjan Herjólf. Skipið á bæði að vera flatbotna eins og landgönguprammi og líka gott sjóskip í röstinni fyrir Suðurlandi. Nú mun það vera farbúið en pólsku skipasmiðirnir vilja fá eitthvað fyrir allar breytingarnar. Þá loksins gat hin ákvarðanafælna Vegagerð tekið ákvörðun. „Við borgum ekki,“ sögðu menn eins og í gömlu Dario Fo leikriti. Skipið bíður og ekkert gerist. Dýpkunarskipin halda áfram að færa Landeyjasand úr stað. Gamalt skilti hjá vinkonu minni í ferðabransanum kemur upp í hugann: „Þú breytir ekki eftirá nema gegn gjaldi.“