Handbolti

Heimsmeistararnir hefndu fyrir tapið í Svartfjallalandi

Mikkel Hansen í baráttunni í kvöld.
Mikkel Hansen í baráttunni í kvöld. vísir/getty

Heimsmeistararnir í handbolta, Danir, komu til baka eftir óvænt tap gegn Svartfjallalandi á miðvikudaginn og unnu þá í Danmörku í kvöld, 37-26.

Tap heimsmeistaranna var óvænt á miðvikudagskvöldið en þeir gerðu alltof mörg mistök og heimamenn unnu verðskuldaðan eins marks sigur, 32-21.

Í kvöld var allt annað að sjá lið Dana. Þeir byrjuðu af miklum krafti en slökuðu aðeins á fyrir hlé. Aftur settu þeir í gírinn í síðari hálfleik og unnu að lokum með ellefu mörkum, 37-26.

Danir eru með sex sig í riðlinum eftir fjóra leiki og eru komnnir með annan fótinn á EM 2020. Svartfjallaland er með þrjú stig í þriðja sætinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.