Körfubolti

Haukur Helgi í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Haukur í leik með Nanterre.
Haukur í leik með Nanterre. vísir/getty

Haukur Helgi Pálsson og félagar í Nanterre eru komnir í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir nauman útisigur, 62-60, á Besiktas í kvöld.

Nanterre vann fyrsta leikinn milli liðanna í Frakklandi með níu stiga mun, 68-59, og leikurinn í Tyrklandi í kvöld var háspenna lífshætta.

Adas Juskevicius tryggði Nanterre sigurinn með tveimur vítaskotum er rétt innan við mínúta var eftir af leiknum. Hann skaut því Frökkunum áfram.

Haukur Helgi spilaði í rúmar tuttugu mínútur. Hann gerði ellefu stig og tók fimm fráköst. Að auki gaf hann eina stoðsendingu.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.