Íslenska fluguveiðisýningin haldin 14. mars Karl Lúðvíksson skrifar 5. mars 2019 08:08 Íslenska Fluguveiðisýningin verður haldin 14. mars Íslenska fluguveiðisýningin verður haldin í annað sinn 14. mars næstkomandi milli kl. 15 og 22:30 í Háskólabíói en fyrsta sýningin sem haldin var í fyrra þótti mjög vel heppnuð. Íslenska fluguveiðisýningin er sjálfseignarstofnun og er öllum fjármunum sem safnast á sýningunni, að frádregnum kostnaði, varið í þágu meginmarkmiðs sýningarinnar sem er að standa vörð um íslenska náttúru og dýralíf með áherslu á vernd og uppbyggingu villtra ferskvatnsstofna, þá einkum lax, og bleikju. Árið 2018 tókst að safna 650.000 kr. á sýningunni og hefur stjórn sýningarinnar nú þegar veitt Icelandic Wildlife Fund og NASF á Íslandi 200.000 kr. styrk, hvorum sjóði. Sjóðirnir hafa báðir verið öflugir við að vekja athygli á skaðsemi eldis á laxi í opnum sjókvíum og að reyna að sporna við áframhaldandi aukningu á slíku eldi. Sýningin verður haldin í anddyri Háskólabíós og meðal efnis verður: - Kynningarbásar fyrir vörur og þjónustu. - Málstofa um sjókvíaeldi. - Uppboð á veiðileyfum og veiðivörum. - Fluguhnýtarar og stangarsmiður sýna listir sínar. - IF4 kvikmyndahátíðin. Stofnendur hafa þá framtíðarsýn að sýningin muni efla samfélag veiðimanna hér á landi og stuðla að öflugri umræðu um verndun auðlindar okkar. Mest lesið 60-80 laxar á dag úr Eystri Rangá Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Minkurinn magnaður skaðvaldur Veiði Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Dagur 2 í Ytri-Rangá: Alls 16 á land Veiði Nýjasti þátturinn af Árbakkanum Veiði Lokakvöld Kvennadeildar SVFR annað kvöld Veiði Fréttabréf Landssambands Veiðifélaga er komið út Veiði Veiði hafin í Veiðivötnum Veiði Hreðavatn að koma vel inn Veiði
Íslenska fluguveiðisýningin verður haldin í annað sinn 14. mars næstkomandi milli kl. 15 og 22:30 í Háskólabíói en fyrsta sýningin sem haldin var í fyrra þótti mjög vel heppnuð. Íslenska fluguveiðisýningin er sjálfseignarstofnun og er öllum fjármunum sem safnast á sýningunni, að frádregnum kostnaði, varið í þágu meginmarkmiðs sýningarinnar sem er að standa vörð um íslenska náttúru og dýralíf með áherslu á vernd og uppbyggingu villtra ferskvatnsstofna, þá einkum lax, og bleikju. Árið 2018 tókst að safna 650.000 kr. á sýningunni og hefur stjórn sýningarinnar nú þegar veitt Icelandic Wildlife Fund og NASF á Íslandi 200.000 kr. styrk, hvorum sjóði. Sjóðirnir hafa báðir verið öflugir við að vekja athygli á skaðsemi eldis á laxi í opnum sjókvíum og að reyna að sporna við áframhaldandi aukningu á slíku eldi. Sýningin verður haldin í anddyri Háskólabíós og meðal efnis verður: - Kynningarbásar fyrir vörur og þjónustu. - Málstofa um sjókvíaeldi. - Uppboð á veiðileyfum og veiðivörum. - Fluguhnýtarar og stangarsmiður sýna listir sínar. - IF4 kvikmyndahátíðin. Stofnendur hafa þá framtíðarsýn að sýningin muni efla samfélag veiðimanna hér á landi og stuðla að öflugri umræðu um verndun auðlindar okkar.
Mest lesið 60-80 laxar á dag úr Eystri Rangá Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Minkurinn magnaður skaðvaldur Veiði Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Dagur 2 í Ytri-Rangá: Alls 16 á land Veiði Nýjasti þátturinn af Árbakkanum Veiði Lokakvöld Kvennadeildar SVFR annað kvöld Veiði Fréttabréf Landssambands Veiðifélaga er komið út Veiði Veiði hafin í Veiðivötnum Veiði Hreðavatn að koma vel inn Veiði