Körfubolti

Dugði ekkert minna en Rambo til að fylla skarð Kendall

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rambo hress og kátur í Valsbúningnum.
Rambo hress og kátur í Valsbúningnum. mynd/valur

Valsmenn urðu fyrir miklu áfalli þegar Kendall Lamont Anthony fór frá liðinu. Þegar menn lenda í neyð þá hringja þeir auðvitað í Rambo.

Valsmenn eru nefnilega búnir að semja við Bandaríkjamanninn Dominique Rambo sem á að fylla skarð Kendall sem leikstjórnandi liðsins.

Rambo var síðast að bjarga málum í Sviss en kemur nú á Hlíðarenda. Þetta er 27 ára strákur sem er frá Dallas. Vert er að geta þess að hann spilaði með Assemblies of God háskólanum á sínum tíma.

Kendall var með 31,5 stig að meðaltali í leik hjá Valsmönnum og því ansi stórt skarð að fylla. Ef einhver ætti að geta það þá er það Rambo.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.