Handbolti

Sportpakkinn: Pressa á Kristjáni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kristján tók við Rhein-Neckar Löwen fyrir tímabilið.
Kristján tók við Rhein-Neckar Löwen fyrir tímabilið. vísir/getty
Ekki hefur gengið sem skyldi hjá þýska handboltaliðinu Rhein-Neckar Löwen í upphafi tímabils. Eftir ellefu umferðir er Löwen í 6. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar með ellefu stig.Kristján Andrésson tók við Ljónunum frá Mannheim af Nikolaj Jacobsen í sumar. Kristján hefur stýrt sænska landsliðinu með frábærum árangri frá 2016. Þolinmæðin er ekki mikil í Þýskalandi og allra síst í Mannheim þar sem menn eru góðu vanir síðustu ár.Kristján ku njóta stuðnings forráðamanna Löwen þótt þolinmæðin vari ekki endalaust.Frétt Guðjóns Guðmundssonar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.

Klippa: Sportpakkinn: Löwen byrjar rólega
 

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.