Hagnaður Íslandssjóða hf. nam 262 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Allir sjóðir Íslandssjóða skiluðu jákvæðri ávöxtun á tímabilinu og nam ávöxtun sjóðanna alls 8.010 milljónum króna sem renna til viðskiptavina félagsins, segir í tilkynningu frá sjóðnum. 28,9% aukning varð á tekjum á milli ára.
Nú starfar hjá félaginu 21 sérfræðingur í eignastýringu, tíu konur og ellefu karlar. Alls voru eignir í stýringu hjá Íslandssjóðum 298 milljarðar króna í lok tímabilsins. Íslandssjóðir hf. er elsta sjóðastýringarfyrirtæki landsins, stofnað árið 1994 og er dótturfélag Íslandsbanka.
„Rekstur Íslandssjóða er áfram sterkur og góð ávöxtun sjóða og eignasafna hefur skilað sér til viðskiptavina okkar á þessu ári. Mikill meðbyr hefur skilað Íslandssjóðum aukinni markaðshlutdeild á sjóðamarkaði og nýjum sjóðum hefur verið sérstaklega vel tekið af sparifjáreigendum. Ber þar helst að nefna Græn skuldabréf en mikil áhersla er lögð á ábyrgar fjárfestingar hjá Íslandssjóðum og horfum við þar sérstaklega til umhverfis- og loftslagsmála,“ segir Kjartan Smári Höskuldsson, framkvæmdastjóri Íslandssjóða, í tilkynningu.
Hagnaður sjóða fimmfaldaðist milli ára
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið

Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara
Viðskipti innlent

Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“
Viðskipti innlent



Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag
Viðskipti innlent

Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi
Viðskipti innlent

Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983
Viðskipti innlent

Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum
Viðskipti innlent

Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum
Viðskipti innlent

Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum
Viðskipti innlent