Fyrstu sjóbirtingarnir úr Leirvogsá Karl Lúðvíksson skrifar 17. apríl 2019 14:00 Heimir með sjóbirting úr Leirvogsá sem veiddist á fyrsta degi. Mynd: www.lax-a.is Leirvogsá hefur ekki verið veidd sem eiginleg vorveiðiá en þeir sem veiða í henni á haustinn fá oft fallega sjóbirtinga. Nú er hægt að komast í vorveiði í ánni en leigutakinn Lax-Á hefur hafið sölu á vorveiði í ánni þar sem eingöngu er veitt á tvær stangir eins og á sumartímanum. Það er þess vegna gott pláss, nóg af veiðistöðum og verðinu er stillt í hóf en tvær stangir kosta saman yfir daginn 30.000 sem verður að teljast gott verð á góðri vorveiði. Á vefnum hjá Lax-Á er sagt frá því að fyrsti viðskiptavinurinn sem bleytir færi í vorveiðinni í ánni, Heimir Þór Gíslason, hafi gert fína veiði. „Við fórum félagarnir í Leirvogsána í gær. Það gekk á með hávaðaroki og úrhellisrigningu framan af degi og fram yfir hádegið. Við náðum þó fjórum fiskum og vorum mjög sáttir með það. Tveir stærstu voru 71 og 73 cm. Set hér með mynd af þeim sem var 71cm en hann tók ég á bleikan Dýrbít með kúluhaus, á dauðareki. Einn fisk veiddum við uppi í gili en hina niður á breiðunum milli Móhyls og Fitjakotshyls en þetta flaut allt saman í gær“ er haft eftir Heimi. Lausa daga í vorveiðina má finna á vefsölunni hjá Lax-Á. Mest lesið Laxinn mættur í Sogið Veiði Leita leiða til að aflétta banni Veiði Vitlu eiga séns á stórlaxi í sumar? Veiði Flott veiði en skítakuldi í Tungufljóti Veiði Flottur dagur í Varmá þrátt fyrir vont veður Veiði Laxinn mættur í Breiðdalsá og fín veiði í Fögruhlíðará Veiði Blanda svæði II – tvær ár í einni Veiði Fréttir frá veiðisvæðunum í Borgarfirði Veiði Þær eru bestar léttklæddar Veiði 20 laxar úr sama veiðistaðnum á einum morgni Veiði
Leirvogsá hefur ekki verið veidd sem eiginleg vorveiðiá en þeir sem veiða í henni á haustinn fá oft fallega sjóbirtinga. Nú er hægt að komast í vorveiði í ánni en leigutakinn Lax-Á hefur hafið sölu á vorveiði í ánni þar sem eingöngu er veitt á tvær stangir eins og á sumartímanum. Það er þess vegna gott pláss, nóg af veiðistöðum og verðinu er stillt í hóf en tvær stangir kosta saman yfir daginn 30.000 sem verður að teljast gott verð á góðri vorveiði. Á vefnum hjá Lax-Á er sagt frá því að fyrsti viðskiptavinurinn sem bleytir færi í vorveiðinni í ánni, Heimir Þór Gíslason, hafi gert fína veiði. „Við fórum félagarnir í Leirvogsána í gær. Það gekk á með hávaðaroki og úrhellisrigningu framan af degi og fram yfir hádegið. Við náðum þó fjórum fiskum og vorum mjög sáttir með það. Tveir stærstu voru 71 og 73 cm. Set hér með mynd af þeim sem var 71cm en hann tók ég á bleikan Dýrbít með kúluhaus, á dauðareki. Einn fisk veiddum við uppi í gili en hina niður á breiðunum milli Móhyls og Fitjakotshyls en þetta flaut allt saman í gær“ er haft eftir Heimi. Lausa daga í vorveiðina má finna á vefsölunni hjá Lax-Á.
Mest lesið Laxinn mættur í Sogið Veiði Leita leiða til að aflétta banni Veiði Vitlu eiga séns á stórlaxi í sumar? Veiði Flott veiði en skítakuldi í Tungufljóti Veiði Flottur dagur í Varmá þrátt fyrir vont veður Veiði Laxinn mættur í Breiðdalsá og fín veiði í Fögruhlíðará Veiði Blanda svæði II – tvær ár í einni Veiði Fréttir frá veiðisvæðunum í Borgarfirði Veiði Þær eru bestar léttklæddar Veiði 20 laxar úr sama veiðistaðnum á einum morgni Veiði