Handbolti

Rúnar og Ólafur markahæstir í sigrum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Rúnar var öflugur í dag
Rúnar var öflugur í dag vísir/getty
Kristianstad vann stórsigur á Varberg í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta þar sem Ólafur Guðmundsson fór á kostum.Ólafur var markahæstur í liði Kristianstad með 7 mörk í 36-28 sigrinum. Teitur Örn Einarsson bætti þremur mörkum við fyrir gestina.Kristianstad er á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir fjóra leiki.Í Danmörku vann Ribe-Esbjerg fimm marka sigur á Mors-Thy.Heimamenn í Ribe-Esbjerg leiddu 13-8 í hálfleik og kláruðu leikinn með öruggum 27-22 sigri.Rúnar Kárason skoraði fimm af mörkum Ribe-Esbjerg og var markahæstur ásamt Kasper Kvist. Gunnar Steinn Jónsson skoraði eitt mark.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.