Mestu yfirburðir markakóngs HM í handbolta í tíu ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. janúar 2019 16:30 Mikkel Hansen kyssir HM-bikarinn. Getty/Martin Rose Daninn Mikkel Hansen var ekki bara markahæsti maður HM í handbolta í ár því hann var sá langmarkahæsti. Hansen skoraði alls 72 mörk í 10 leikjum Dana á mótinu. Hansen skoraði þrettán mörkum meira en næsti maður sem var Norðmaðurinn Magnus Jöndal. Jöndal náði aðeins að minnka forskotið þegar hann raðaði inn mörkum í úrslitaleiknum þegar úrslitin í leiknum voru löngu ráðin. Mikkel Hansen skoraði meðal annars fjórtán mörk í sigri á Norðmönnum í riðlakeppninni og tólf mörk í sigri á Frökkum í undanúrslitaleiknum. Þetta eru mestu yfirburðir markakóngs HM í tíu ár eða síðan að Makedóníumaðurinn Kiril Lazarov skoraði 26 mörkum meira en næsti maður á HM í Króatíu árið 2009. Mikkel Hansen var einnig markakóngur á HM fyrir átta árum en hann skoraði þá tólf mörkum meira en næsti maður. Guðjón Valur Sigurðsson varð einnig markakóngur HM með talsverðum yfirburðum á HM í Þýskalandi 2007 þegar hann skorað 66 mörk eða níu mörkum meira en næsti maður. Mikkel Hansen var nú að klára sitt sjötta heimsmeistaramót og varð heimsmeistari í fyrsta sinn. Hann vann silfur á heimsmeistaramótunum 2011 og 2013. Mikkel var kosinn bestur á HM 2013 og var valinn í úrvalsliðið á HM 2011. Alls hefur Mikkel spilað 50 leiki í úrslitakeppni HM og er með 267 mörk og 188 stoðsendingar í þeim. Hann hefur því komið að meðaltali að 9,1 marki í leik á þessum sex heimsmeistaramótum sem er mögnuð tölfræði.Flest mörk í forskot sem markakóngur HM í handbolta á öldinni (2000-2019):26 marka forskot Kiril Lazarov, Makedóníu á HM 2009 (92 mörk) 13 marka forskot Mikkel Hansen, Danmörku á HM 2019 (72 mörk) 12 marka forskot Mikkel Hansen, Danmörku á HM 2011 (68 mörk)9 marka forskot Guðjón Valur Sigurðsson, Íslandi á HM 2007 (66 mörk)5 marka forskot Anders Eggert, Danmörku á HM 2013 (55 mörk)Sex heimsmeistarakeppnir Mikkel Hansen á ferlinum: HM 2019: 72 mörk og 37 stoðsendingar í 10 leikjum (Heimsmeistari) HM 2017: 26 mörk og 19 stoðsendingar í 6 leikjum (10. sæti) HM 2015: 39 mörk og 49 stoðsendingar í 9 leikjum (5. sæti) HM 2013: 22 mörk og 20 stoðsendingar í 7 leikjum (Silfurverðlaun) HM 2011: 68 mörk og 34 stoðsensdingar í 10 leikjum (Silfurverðlaun) HM 2009: 40 mörk go 29 stoðsendingar í 8 leikjum (4. sæti) HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hættum að spila okkar leik“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Sjá meira
Daninn Mikkel Hansen var ekki bara markahæsti maður HM í handbolta í ár því hann var sá langmarkahæsti. Hansen skoraði alls 72 mörk í 10 leikjum Dana á mótinu. Hansen skoraði þrettán mörkum meira en næsti maður sem var Norðmaðurinn Magnus Jöndal. Jöndal náði aðeins að minnka forskotið þegar hann raðaði inn mörkum í úrslitaleiknum þegar úrslitin í leiknum voru löngu ráðin. Mikkel Hansen skoraði meðal annars fjórtán mörk í sigri á Norðmönnum í riðlakeppninni og tólf mörk í sigri á Frökkum í undanúrslitaleiknum. Þetta eru mestu yfirburðir markakóngs HM í tíu ár eða síðan að Makedóníumaðurinn Kiril Lazarov skoraði 26 mörkum meira en næsti maður á HM í Króatíu árið 2009. Mikkel Hansen var einnig markakóngur á HM fyrir átta árum en hann skoraði þá tólf mörkum meira en næsti maður. Guðjón Valur Sigurðsson varð einnig markakóngur HM með talsverðum yfirburðum á HM í Þýskalandi 2007 þegar hann skorað 66 mörk eða níu mörkum meira en næsti maður. Mikkel Hansen var nú að klára sitt sjötta heimsmeistaramót og varð heimsmeistari í fyrsta sinn. Hann vann silfur á heimsmeistaramótunum 2011 og 2013. Mikkel var kosinn bestur á HM 2013 og var valinn í úrvalsliðið á HM 2011. Alls hefur Mikkel spilað 50 leiki í úrslitakeppni HM og er með 267 mörk og 188 stoðsendingar í þeim. Hann hefur því komið að meðaltali að 9,1 marki í leik á þessum sex heimsmeistaramótum sem er mögnuð tölfræði.Flest mörk í forskot sem markakóngur HM í handbolta á öldinni (2000-2019):26 marka forskot Kiril Lazarov, Makedóníu á HM 2009 (92 mörk) 13 marka forskot Mikkel Hansen, Danmörku á HM 2019 (72 mörk) 12 marka forskot Mikkel Hansen, Danmörku á HM 2011 (68 mörk)9 marka forskot Guðjón Valur Sigurðsson, Íslandi á HM 2007 (66 mörk)5 marka forskot Anders Eggert, Danmörku á HM 2013 (55 mörk)Sex heimsmeistarakeppnir Mikkel Hansen á ferlinum: HM 2019: 72 mörk og 37 stoðsendingar í 10 leikjum (Heimsmeistari) HM 2017: 26 mörk og 19 stoðsendingar í 6 leikjum (10. sæti) HM 2015: 39 mörk og 49 stoðsendingar í 9 leikjum (5. sæti) HM 2013: 22 mörk og 20 stoðsendingar í 7 leikjum (Silfurverðlaun) HM 2011: 68 mörk og 34 stoðsensdingar í 10 leikjum (Silfurverðlaun) HM 2009: 40 mörk go 29 stoðsendingar í 8 leikjum (4. sæti)
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hættum að spila okkar leik“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Sjá meira